Stewart var gapandi yfir leiguverði áa Trausti Hafliðason skrifar 1. mars 2013 15:13 Robert Neil Stewart sést hér með vænan sjóbirting úr Staðará á Snæfellsnesi. Lengst var hann með Hrútafjarðará á leigu. Mikið er rætt um verð á veiðileyfum og leiguverð íslenskra veiðivatna. Þessi umræða er ekki ný af nálinni - síður en svo. Árið 1950 kom út fræg bók, Íslenskra veiðiár eftir Robert Neil Stewart, þar hann er þungt hugsi yfir verðlagningu á leigu íslenskra áa. „Frá 1939 hefur leiguverð á öllum ánum hækkað, í sumum tilfellum tífallt frá því sem áður var. Ein af ástæðum þess er sú að fjölgað hefur í hópi þeirra Íslendinga sem halda til veiða og þar sem þeir eiga orðið talsvert fé eru þeir reiðubúnir að greiða ótrúlega hátt verð fyrir veiðileyfin. Hversu lengi þessar aðstæður munu ríkja er erfitt að segja fyrir um, en ég tel að í ekki of fjarlægri framtíð muni koma að því að leigugjaldið lækki aftur umtalsvert. Hvenær það gerist fer eftir því hvenær þær lánalínur lokast sem opnuðust Íslendingum á meðan stríðinu stóð [seinni heimsstyrjöldin]. Þegar má sjá merki um að aðgengi að þessu fé sé að versna."Íslensku stúlkurnar aðlaðandi Í þessum kafla bókarinnar, sem nefnist Um leigu á veiðiám á Íslandi, er Stewart í raun að ráðleggja útlendingum hvernig þeir eigi að bera sig að við leigu áa á Íslandi. „Íslensk lög banna útlendingum að eiga íslenska á," ritar Stewart og bætir síðan við í gamansömum tón. „Eina leiðin til að sigrast á þessu vandamáli, ef einhver þráir að eignast veiðiá, er að kvænast íslenskri konu, leyfa henni að halda ríkisborgararéttinum, biðja hana um að kaupa ána og telja hana síðan á að leyfa sér að veiða í henni. Íslensku stúlkurnar eru afar aðlaðandi og mjög fallegar. Ókvæntir stangveiðimenn gætu vel haldið lengra í konuleit en með verri árangri." Eins og áður sagði er þetta textabrot úr bókinni Íslenskar veiðiár eftir R. N. Stewart en á frummálinu nefnist bókin Rivers of Iceland. Bókin er fyrir löngu orðin klassík í heimi veiðibókmennta hérlendis en í henni lýsir Stewart upplifun sinni af veiðiferðum á Íslandi frá árunum 1912 til 1947. Bókin kom fyrst út árið 1950 en var gefin út árið 2011 í snilldarlegri þýðingu Einars Fals Ingólfssonar.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Leita leiða til að aflétta banni Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Laxá í Kjós Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Gangan upp fyrir Glanna 65% undir tíu ára meðaltali Veiði SVFR sendi ekki umsögn Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði
Mikið er rætt um verð á veiðileyfum og leiguverð íslenskra veiðivatna. Þessi umræða er ekki ný af nálinni - síður en svo. Árið 1950 kom út fræg bók, Íslenskra veiðiár eftir Robert Neil Stewart, þar hann er þungt hugsi yfir verðlagningu á leigu íslenskra áa. „Frá 1939 hefur leiguverð á öllum ánum hækkað, í sumum tilfellum tífallt frá því sem áður var. Ein af ástæðum þess er sú að fjölgað hefur í hópi þeirra Íslendinga sem halda til veiða og þar sem þeir eiga orðið talsvert fé eru þeir reiðubúnir að greiða ótrúlega hátt verð fyrir veiðileyfin. Hversu lengi þessar aðstæður munu ríkja er erfitt að segja fyrir um, en ég tel að í ekki of fjarlægri framtíð muni koma að því að leigugjaldið lækki aftur umtalsvert. Hvenær það gerist fer eftir því hvenær þær lánalínur lokast sem opnuðust Íslendingum á meðan stríðinu stóð [seinni heimsstyrjöldin]. Þegar má sjá merki um að aðgengi að þessu fé sé að versna."Íslensku stúlkurnar aðlaðandi Í þessum kafla bókarinnar, sem nefnist Um leigu á veiðiám á Íslandi, er Stewart í raun að ráðleggja útlendingum hvernig þeir eigi að bera sig að við leigu áa á Íslandi. „Íslensk lög banna útlendingum að eiga íslenska á," ritar Stewart og bætir síðan við í gamansömum tón. „Eina leiðin til að sigrast á þessu vandamáli, ef einhver þráir að eignast veiðiá, er að kvænast íslenskri konu, leyfa henni að halda ríkisborgararéttinum, biðja hana um að kaupa ána og telja hana síðan á að leyfa sér að veiða í henni. Íslensku stúlkurnar eru afar aðlaðandi og mjög fallegar. Ókvæntir stangveiðimenn gætu vel haldið lengra í konuleit en með verri árangri." Eins og áður sagði er þetta textabrot úr bókinni Íslenskar veiðiár eftir R. N. Stewart en á frummálinu nefnist bókin Rivers of Iceland. Bókin er fyrir löngu orðin klassík í heimi veiðibókmennta hérlendis en í henni lýsir Stewart upplifun sinni af veiðiferðum á Íslandi frá árunum 1912 til 1947. Bókin kom fyrst út árið 1950 en var gefin út árið 2011 í snilldarlegri þýðingu Einars Fals Ingólfssonar.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Leita leiða til að aflétta banni Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Laxá í Kjós Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Gangan upp fyrir Glanna 65% undir tíu ára meðaltali Veiði SVFR sendi ekki umsögn Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði