Viðskipti erlent

Auðmannalistum ber ekki saman um fjölda milljarðamæringa

Listi Forbes tímaritsins um milljarðamæringa heimsins stangast á við nýlegan lista kínverska tímaritsins Hurun Preport um hve fjölmennir þeir séu í Asíu.

Á lista Forbes eru milljarðamæringar, mælt í dollurum, enn sagðir flestir í Bandaríkjunum eða 440 talsins. Milljarðamæringar í Asíu eru hinsvegar sagðir tæplega 400 talsins. Á lista Hurun Report er sami fjöldi milljarðamæringa í Bandaríkjunum en þeir eru sagðir yfir 600 talsins í Asíu.

Bæði tímaritin eru nokkuð samhljóma um að í heild séu rúmlega 1.400 milljarðamæringar til staðar í heiminum. Í Forbes segir að samlagður auður þessa fólks hafi aukist verulega milli tveggja síðustu ára. Hann var 4,6 billjarðar dollara árið 2011 en jókst í 5,4 billjarða dollara í fyrra.

Flestir þessara milljarðamæringa eða tæplega þúsund þeirra hafa unnið fyrir auð sínum á eigin vegum. Tæplega 200 þeirra hafa erft auðæfi sín og í tæplega 300 tilvika er um að ræða blöndu af þessu tvennu.

Þá kemur fram að kvennmönnum í þessum hópi hafi fjölgað úr 104 og í 138 á milli áranna.

Mexíkaninn Carlos Slim er sem fyrr auðugasti maður heimsins en Bill Gates stofnandi Microsoft er í öðru sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×