Fótbolti

Hægt að kaupa vinstri fót Messi á 662 milljónir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gullfótur Lionel Messi.
Gullfótur Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Japanir eru hrifnir af Argentínumanninum Lionel Messi eins og restin af heiminum og nú er hægt að kaupa nákvæma eftirlíkingu af vinstri fæti Messi í Tókíó. Styttan er úr gulli og er metin á um 3,5 milljónir punda eða 662 milljónir íslenskra króna.

Rodrigo Messi, bróðir Leo Messi, var viðstaddur þegar gullsmiðurinn Ginza Tanaka afhjúpaði nýju styttuna. "Þetta er einstakt listaverk. Það mótar fyrir hverri einustu línu í fætunum. Þetta er magnað," sagði Rodrigo.

Ginza Tanaka ferðaðist til Spánar í lok síðasta árs og fékk að taka mót af vinstri fæti Lionel Messi. Hluti af ágóðanum rennur til góðgerðastofnunnar Messi sem ætlar síðan að styðja við bakið á þeim börnum sem urðu illa úti í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni í Japan í mars 2011.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×