Gerbreyttur Suzuki SX4 Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2013 08:45 Með stærstu opnun á glerþaki sem sést hefur í bíl.Litli jepplingurinn Suzuki SX4 sem selst hefur ágætlega hér á landi kemur brátt af nýrri og gerbreyttri kynslóð því Suzuki kynnti nýja bílinn á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Suzuki SX4 hefur ávallt verið meðal ódýrustu fjórhjóladrifsbílum sem fást og í Bandaríkjunum er hann sá ódýrasti. Vélarnar sem koma til með að bjóðast í nýja bílnum eru 1,6 l. bensínvél og dísilvél með sama sprengirými. Skiptingar verða annaðhvort 6 gíra beinskipting eða CVT sjálfskipting með 7 gíra beinskiptimöguleika. Hægt verður að stilla fjórhjóladrifið á 4 mismunandi vegu eftir undirlagi. Bíllinn er með glerþaki sem Suzuki segir að sé með stærstu mögulegu opnun allra bíla, en til þess þarf að opna glerþakið á tvo vegu. Það var sannarlega kominn tíma á nýja kynslóð Suzuki SX4, en hann hafði dregist aðeins aftur úr hvað hönnun og búnað varðar. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hversu duglegur Suzuki SX4 er í snjó. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent
Með stærstu opnun á glerþaki sem sést hefur í bíl.Litli jepplingurinn Suzuki SX4 sem selst hefur ágætlega hér á landi kemur brátt af nýrri og gerbreyttri kynslóð því Suzuki kynnti nýja bílinn á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Suzuki SX4 hefur ávallt verið meðal ódýrustu fjórhjóladrifsbílum sem fást og í Bandaríkjunum er hann sá ódýrasti. Vélarnar sem koma til með að bjóðast í nýja bílnum eru 1,6 l. bensínvél og dísilvél með sama sprengirými. Skiptingar verða annaðhvort 6 gíra beinskipting eða CVT sjálfskipting með 7 gíra beinskiptimöguleika. Hægt verður að stilla fjórhjóladrifið á 4 mismunandi vegu eftir undirlagi. Bíllinn er með glerþaki sem Suzuki segir að sé með stærstu mögulegu opnun allra bíla, en til þess þarf að opna glerþakið á tvo vegu. Það var sannarlega kominn tíma á nýja kynslóð Suzuki SX4, en hann hafði dregist aðeins aftur úr hvað hönnun og búnað varðar. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hversu duglegur Suzuki SX4 er í snjó.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent