EVE Online í MoMa - "Markmiðið var aldrei að skapa list“ 8. mars 2013 15:08 Leikjaheimi EVE Online, þekktustu afurðar íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP, er nú hampað í einu virtasta listasafni veraldar, nútímalistasafninu í New York eða MoMa. Þrettán aðrir tölvuleikir taka þátt í sýningunni, þar á meðal eru Pacman, Tetris og Portal. Sýningin stendur í ellefu mánuði og ber heitið Applied Design. Hópur sérfræðinga stóð að valinu á þeim fjórtán leikjum sem á endanum tóku þátt í sýningunni. Torfi Frans, listrænn stjórnandi CCP, segir það vera mikinn heiður að fá að taka þátt í sýningunni enda fagnar EVE Online nú tíu ára afmæli.Nútímalistasafni í New York, MoMa.MYND/MOMA„Það er búið að framleiða ótrúlegan fjölda tölvuleikja," segir Torfi. „En það að EVE Online hafi verið hópi þessa fjórtján leikja er auðvitað alveg stórkostlegt." Torfi og samstarfsmenn hans áttuðu sig fljótt á því að það yrði flókið verkefni að setja saman sýningu um söguheim EVE Online. „Við áttuðum okkur á því að það yrði ekki nóg að sýna leikinn, það er, að vera með tölvu, lyklaborð og mús. Það var því ákveðið að leggja áherslu á sýna söguheim EVE Online sem slíkan í stað sjálfrar spilunarinnar."Skjáskot úr Portal.Eins og svo oft áður reyndist samfélag spilara CCP dýrmætt. Torfi bað spilara um taka upp glæsileg andartök úr EVE Online og birta myndskeiðin á YouTube. Þeim var síðar safnað saman og eru þessi myndbönd eru nú til sýnis í MoMa. Listfræðingar og fagurkerar hafa lengi vel deilt um það hvort að tölvuleikir séu yfir höfuð list. Torfi er nokkuð viss um að áherslubreyting hafi orðið í þessum efnum. „Við höfum aldrei sagt að við séum að skapa list með þróun EVE Online," segir Torfi. „Þetta byrjaði árið 1999 sem skemmtun. Þegar leikurinn kom svo út árið 2003 vorum við búnir að sá þessu litla fræi sem seinna meir — með uppfærslum og DUST 514 — varð svo stórt og fallegt." Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Leikjaheimi EVE Online, þekktustu afurðar íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP, er nú hampað í einu virtasta listasafni veraldar, nútímalistasafninu í New York eða MoMa. Þrettán aðrir tölvuleikir taka þátt í sýningunni, þar á meðal eru Pacman, Tetris og Portal. Sýningin stendur í ellefu mánuði og ber heitið Applied Design. Hópur sérfræðinga stóð að valinu á þeim fjórtán leikjum sem á endanum tóku þátt í sýningunni. Torfi Frans, listrænn stjórnandi CCP, segir það vera mikinn heiður að fá að taka þátt í sýningunni enda fagnar EVE Online nú tíu ára afmæli.Nútímalistasafni í New York, MoMa.MYND/MOMA„Það er búið að framleiða ótrúlegan fjölda tölvuleikja," segir Torfi. „En það að EVE Online hafi verið hópi þessa fjórtján leikja er auðvitað alveg stórkostlegt." Torfi og samstarfsmenn hans áttuðu sig fljótt á því að það yrði flókið verkefni að setja saman sýningu um söguheim EVE Online. „Við áttuðum okkur á því að það yrði ekki nóg að sýna leikinn, það er, að vera með tölvu, lyklaborð og mús. Það var því ákveðið að leggja áherslu á sýna söguheim EVE Online sem slíkan í stað sjálfrar spilunarinnar."Skjáskot úr Portal.Eins og svo oft áður reyndist samfélag spilara CCP dýrmætt. Torfi bað spilara um taka upp glæsileg andartök úr EVE Online og birta myndskeiðin á YouTube. Þeim var síðar safnað saman og eru þessi myndbönd eru nú til sýnis í MoMa. Listfræðingar og fagurkerar hafa lengi vel deilt um það hvort að tölvuleikir séu yfir höfuð list. Torfi er nokkuð viss um að áherslubreyting hafi orðið í þessum efnum. „Við höfum aldrei sagt að við séum að skapa list með þróun EVE Online," segir Torfi. „Þetta byrjaði árið 1999 sem skemmtun. Þegar leikurinn kom svo út árið 2003 vorum við búnir að sá þessu litla fræi sem seinna meir — með uppfærslum og DUST 514 — varð svo stórt og fallegt."
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira