KR vann í kvöld sigur á Leikni, 3-1, í Lengjubikarnum í Egilshöll. Þar með hefndi KR fyrir tapið í úrslitaleik liðanna í Reykjavíkurmótinu fyrr í vetur.
Færyeingurinn Dánjal á Lakjuni kom Leikni yfir strax á 2. mínútu en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin fyrir KR með marki úr vítaspyrnu á 16. mínútu.
Aðeins fimm mínútum síðar kom Gary Martin KR-ingum yfir í leiknum og Þorsteinn Ragnarsson innsiglaði sigurinn með marki á 71. mínútu.
Bæði lið voru með fullt hús stiga í 3. riðli Lengjubikarsins fyrir leikinn í kvöld. KR er á toppnum með tólf stig en Leiknir, sem á einn leik til góða, er með sex stig í þriðja sæti.
