Ásgeir Trausti sigurvegari kvöldsins Ellý Ármanns skrifar 20. febrúar 2013 22:00 Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson á Íslensku tónlistarverðlaununum í Hörpu í kvöld. Ásgeir Trausti var valinn vinsælasti flytjandinn, platan hans, Dýrð í dauðaþögn var valin hljómplata ársins í popp og rokk flokki og Ásgeir var líka valinn bjartasta vonin í sama flokki. Ekki nóg með það heldur verðlaunaði vefurinn tónlist.is Ásgeir fyrir góðan árangur við að koma sér og tónlist sinni á framfæri á netinu.Lagið Glow með hljómsveitinni Retro Stefson var valið lag ársins í popp og rokk flokki. Þá var hljómsveitin einnig valin tónlistarflytjandi ársins.Valdimar Guðmundsson var valinn söngvari ársins.Söngkona ársins var Andrea Gylfadóttir. Tónverk ársins í djass og blúsflokki var Bjartur eftir Tómas R. Einarsson. Í sama flokki var valin hljómplata ársins The Box tree með Skúla Sverrissyni og Skúla Guðjónssyni. Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri Hamrahlíðarkórsins fékk heiðursverðlaun fyrir kórstarfið. Guðmundur Kristinn Jónsson var valinn upptökustjóri ársins og í flokki sígildrar og samtímatónlistar voru Hulda Björk Garðarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson valdir söngvarar ársins. Í sama flokki var Víkingur Heiðar Ólafsson valinn tónlistarflytjandi ársins og besta plata ársins var plata Víkings og Kristins Sigmundssonar sem ber heitið Vetrarferðin. Þá var Orkestur eftir Huga Guðmundsson valið tónverk ársins í sama flokki. Textahöfundar ársins voru Steingrímur Teague og Andri Ólafsson. Verðlaun fyrir nýsköpun fékk Reykjavík Midsummer Music. Þá fékk hljómsveitin Sólstafir styrk frá Loftbrú Reykjavíkurborgar. Upptökustjóri ársins var valinn Guðmundur Kristinn Jónsson.Myndir/Vilhelm GunnarssonÍ meðfylgjandi myndasafni má skoða fleiri myndir frá verðlaunahátíðinni. Skroll-Lífið Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson á Íslensku tónlistarverðlaununum í Hörpu í kvöld. Ásgeir Trausti var valinn vinsælasti flytjandinn, platan hans, Dýrð í dauðaþögn var valin hljómplata ársins í popp og rokk flokki og Ásgeir var líka valinn bjartasta vonin í sama flokki. Ekki nóg með það heldur verðlaunaði vefurinn tónlist.is Ásgeir fyrir góðan árangur við að koma sér og tónlist sinni á framfæri á netinu.Lagið Glow með hljómsveitinni Retro Stefson var valið lag ársins í popp og rokk flokki. Þá var hljómsveitin einnig valin tónlistarflytjandi ársins.Valdimar Guðmundsson var valinn söngvari ársins.Söngkona ársins var Andrea Gylfadóttir. Tónverk ársins í djass og blúsflokki var Bjartur eftir Tómas R. Einarsson. Í sama flokki var valin hljómplata ársins The Box tree með Skúla Sverrissyni og Skúla Guðjónssyni. Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri Hamrahlíðarkórsins fékk heiðursverðlaun fyrir kórstarfið. Guðmundur Kristinn Jónsson var valinn upptökustjóri ársins og í flokki sígildrar og samtímatónlistar voru Hulda Björk Garðarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson valdir söngvarar ársins. Í sama flokki var Víkingur Heiðar Ólafsson valinn tónlistarflytjandi ársins og besta plata ársins var plata Víkings og Kristins Sigmundssonar sem ber heitið Vetrarferðin. Þá var Orkestur eftir Huga Guðmundsson valið tónverk ársins í sama flokki. Textahöfundar ársins voru Steingrímur Teague og Andri Ólafsson. Verðlaun fyrir nýsköpun fékk Reykjavík Midsummer Music. Þá fékk hljómsveitin Sólstafir styrk frá Loftbrú Reykjavíkurborgar. Upptökustjóri ársins var valinn Guðmundur Kristinn Jónsson.Myndir/Vilhelm GunnarssonÍ meðfylgjandi myndasafni má skoða fleiri myndir frá verðlaunahátíðinni.
Skroll-Lífið Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira