Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar skarpt

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð skarpt undanfarin sólarhring. Verðið á Brent olíunni er komið undir 115 dollara á tunnuna. Fyrir tveimur dögum stóð verðið hinsvegar í 118 dollurum á tunnuna og hefur því lækkað um tæp 3%.

Verðið á bandarísku léttolíunni er komið í rúma 94 dollara á tunnuna og hefur lækkað um 2,5% á einum sólarhing.

Það eru einkum nýjar tölur um fasteignamarkaðinn í Bandaríkjunum sem valda þessum lækkunum en tölurnar sýna að markaðurinn er ekki að rétta eins úr kútnum og sérfræðingar spáðu.

Þá hafa fréttir um aukna olíuframleiðslu í Saudi Arabíu einnig haft áhrif til lækkunnar á verðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×