Í greininni var fjallað um bakgrunn Guðmundar sem fatahönnuðar, hvernig hann starfar og um vorlínu JÖR. Guðmundur segir erlend blöð alltaf vera upptekin af því hvaða áhrif Ísland hafi áhrif á hönnunina.
Veistu hvað kom til þess að virt tískutímarit í Asíu frétti af þér?
„Það fer allt svona í gegnum PR stofuna sem við erum hjá í London. Þeir senda út fréttatilkynningar og ef við vekjum áhuga sækist fólk eftir umfjöllun. Það koma stundum spennandi blöð eða blogg uppúr þessu en oft eitthvað ómerkilegt líka".

„Þeir voru hrifnir af andstæðunum og hvernig blandað er saman klassískum nítjándu aldar hefðum við framsæknari stíl. Einnig töluðu þeir mikið um heiminn í kringum línuna og að hann hafi hrifið þá".

„Það má búast við enn frekari þróun á merkinu og að sjálfsögðu verður fyrsta dömulínan kynnt, en hún fer í sölu næsta haust. Merkið er í mótun og því má alltaf búast við einhverju fersku", segir Guðmundur að lokum. Þessa dagna stendur hann í ströngu við uppsetningu eigin búðar á Laugaveginum, en stefnan er tekin á að opna hana um miðjan mars.
