Leikkonan Lindsay Lohan var í afar glæsilegum kjól á viðburði í New York á vegum amFAR fyrir stuttu. Hún fékk hann lánaðan fyrir rauða dregilinn en skilaði honum í henglum.
Kjóllinn, sem er frá merkinu Theia, var orðinn helmingi styttri þegar pían skilaði honum en hann kostar 1750 dollara, rúmlega 225 þúsund krónur.
Svona leit kjóllinn út í byrjun kvölds."Hún sagði að kjóllinn hefði rifnað og að hún gæti ekki klæðst honum þannig. Þá greip vinur hennar, sem er stílisti, til þeirra ráða að biðja útkastara á klúbbnum um skæri til að gera við kjólinn. Lindsay er algjörlega stjórnlaus," segir vinur partípíunnar.