Chromebook Pixel er fyrsta sanna Google-tækið 22. febrúar 2013 23:43 Tæknirisinn Google kynnti í dag nýjustu vöru sína, fartölvuna Chromebook Pixel. Tölvan markar þáttaskil í vöruþróun Google enda hefur fyrirtækið hingað til ekki sóst eftir því að ryðja sér til rúms sem vöruframleiðandi. Vissulega hefur Google tekið þátt í þróunarstarfi ýmissa fyrirtækja, þar á meðal Samsung og Asus, en sú þátttaka hefur þó aldrei verið jafn beinskeytt og nú. Chromebook Pixel er hreinræktuð Google-vara. Fartölvan keyrir Chrome stýrikerfið sem fyrirtækið hefur haft í þróun undanfarin misseri. Þetta nýstárlega stýrikerfi byggir á hinu eftirsótta skýi sem öll helstu tæknifyrirtæki taka mið af í dag, það er, að gefa notendum færi á að nálgast gögn hvar sem er og hvenær sem er. Fartölvan er knúinn af Core i5 örgjörva og ytri skel hennar er járni. Þá þykir skjárinn afar nýstárlegur en hann er býður upp á gríðarlega háa upplausn — hann styður jafnframt snertingu. En það er verð fartölvunnar sem hefur vafalust komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Verð tölvunnar, í Bandaríkjunum, er tæpir 1.300 dollarar, eða það sem nemur rúmlega 165 þúsund krónum. Þannig kostar Chromebook Pixel nokkuð meira en 13 tommu MacBook Air fartölvan frá Apple. Hingað til hefur Google komið að þróun snjallsíma (Nexus One) og spjaldtölva (Nexus 7) fyrir tæknifyrirtæki sem undirbjóða helstu keppinauta sína. Með Chromebook Pixel hefur Google þannig tekið næsta skref í að keppa beint við dýrari vörur sem fyrirtæki á borð við Apple hafa boðið upp á hingað til.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband frá Google fyrir Chromebook Pixel hér fyrir ofan. Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tæknirisinn Google kynnti í dag nýjustu vöru sína, fartölvuna Chromebook Pixel. Tölvan markar þáttaskil í vöruþróun Google enda hefur fyrirtækið hingað til ekki sóst eftir því að ryðja sér til rúms sem vöruframleiðandi. Vissulega hefur Google tekið þátt í þróunarstarfi ýmissa fyrirtækja, þar á meðal Samsung og Asus, en sú þátttaka hefur þó aldrei verið jafn beinskeytt og nú. Chromebook Pixel er hreinræktuð Google-vara. Fartölvan keyrir Chrome stýrikerfið sem fyrirtækið hefur haft í þróun undanfarin misseri. Þetta nýstárlega stýrikerfi byggir á hinu eftirsótta skýi sem öll helstu tæknifyrirtæki taka mið af í dag, það er, að gefa notendum færi á að nálgast gögn hvar sem er og hvenær sem er. Fartölvan er knúinn af Core i5 örgjörva og ytri skel hennar er járni. Þá þykir skjárinn afar nýstárlegur en hann er býður upp á gríðarlega háa upplausn — hann styður jafnframt snertingu. En það er verð fartölvunnar sem hefur vafalust komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Verð tölvunnar, í Bandaríkjunum, er tæpir 1.300 dollarar, eða það sem nemur rúmlega 165 þúsund krónum. Þannig kostar Chromebook Pixel nokkuð meira en 13 tommu MacBook Air fartölvan frá Apple. Hingað til hefur Google komið að þróun snjallsíma (Nexus One) og spjaldtölva (Nexus 7) fyrir tæknifyrirtæki sem undirbjóða helstu keppinauta sína. Með Chromebook Pixel hefur Google þannig tekið næsta skref í að keppa beint við dýrari vörur sem fyrirtæki á borð við Apple hafa boðið upp á hingað til.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband frá Google fyrir Chromebook Pixel hér fyrir ofan.
Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira