Parker leyndi meiðslum fyrir Popovich Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2013 20:15 Gregg Popovich og Tony Parker Mynd/Nordic Photos/Getty Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta, hikar ekki við að hvíla stjörnuleikmenn sína þegar þeir glíma við smámeiðsli eða að honum þykir álagið vera of mikið. Tony Parker veit það manna best en vill eins og flestir spila alla leiki. Hann ákvað því að leyna meiðslum fyrir Popovich. Parker fékk högg á olnbogann eftir samstuð við Chris Paul hjá Los Angeles Clippers en Popovich vissi ekki af meiðslunum fyrr en eftir tap liðsins í framlengdum leik á móti Golden State Warriors. Parker var þá farinn að finna meira fyrir meiðslunum og sá að þau voru farin að hafa áhrif á skotið hans. Parker sem er orðinn þrítugur skoraði 18 stig í leiknum en hitti aðeins úr 7 af 18 skotum sínum. Popovich hvíldi Parker í næsta leik þegar liðið vann 98-87 sigur á Phoenix Suns á sunnudaginn en ætti að vera orðinn góður fyrir annan leik við Suns-liðið á morgun. Það verður fyrsti heimaleikur Spurs síðan 30. janúar. San Antonio Express-News skrifaði um málið og ræddi við Gregg Popovich. „Hann var að reyna að leika of mikla hetju og hugsaði þetta ekki til enda," sagði Popovich. Tony Parker tjáði sig líka um meiðslin. „Ég sagði við Pop: Þú þekkir mig, ég hef verið hér í tíu ár og ég kvarta ekki undan meiðslum. Það er fullt af hlutum sem ég tala ekki um við þig," sagði Tony Parker en bætti svo við: „Hann svaraði að bragði. Þegar kemur að svona hlutum þá verður þú að láta mig vita," sagði Parker. NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta, hikar ekki við að hvíla stjörnuleikmenn sína þegar þeir glíma við smámeiðsli eða að honum þykir álagið vera of mikið. Tony Parker veit það manna best en vill eins og flestir spila alla leiki. Hann ákvað því að leyna meiðslum fyrir Popovich. Parker fékk högg á olnbogann eftir samstuð við Chris Paul hjá Los Angeles Clippers en Popovich vissi ekki af meiðslunum fyrr en eftir tap liðsins í framlengdum leik á móti Golden State Warriors. Parker var þá farinn að finna meira fyrir meiðslunum og sá að þau voru farin að hafa áhrif á skotið hans. Parker sem er orðinn þrítugur skoraði 18 stig í leiknum en hitti aðeins úr 7 af 18 skotum sínum. Popovich hvíldi Parker í næsta leik þegar liðið vann 98-87 sigur á Phoenix Suns á sunnudaginn en ætti að vera orðinn góður fyrir annan leik við Suns-liðið á morgun. Það verður fyrsti heimaleikur Spurs síðan 30. janúar. San Antonio Express-News skrifaði um málið og ræddi við Gregg Popovich. „Hann var að reyna að leika of mikla hetju og hugsaði þetta ekki til enda," sagði Popovich. Tony Parker tjáði sig líka um meiðslin. „Ég sagði við Pop: Þú þekkir mig, ég hef verið hér í tíu ár og ég kvarta ekki undan meiðslum. Það er fullt af hlutum sem ég tala ekki um við þig," sagði Tony Parker en bætti svo við: „Hann svaraði að bragði. Þegar kemur að svona hlutum þá verður þú að láta mig vita," sagði Parker.
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira