Viðskipti erlent

Slaughters til varna í máli Tchenguizbræðra vegna Kaupþingsrannsóknar

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) hefur ráðið hina þekktu lögfræðistofu Slaughters and May sem verjendur sína í skaðabótamálinu sem Tchenguiz bræðurnir hafa höfðað gegn deildinni.

Bræðurnir krefjast 300 milljóna punda eða hátt í 60 milljarða króna í skaðabætur vegna rannsóknar efnahagsbrotadeildarinnar á þætti þeirra í falli Kaupþings haustið 2008.

Rannsóknin varð að hálfgerðu klúðri í höndum deildarinnar en hún fékk m.a. húsleitarheimild gefna út á hendur þeim bræðrum á forsendum sem síðan stóðust ekki.

Í frétt Financial Times um málið segir að ráðning Slaughters and may sýni hversu alvarlega efnahagsbrotadeildin taki málshöfðun bræðranna. Yfirleitt séu lögfræðingar í þjónustu hins opinbera látnir verja svona mál.

Hvorugur bræðranna vildi tjá sig um málið við Financial Times né nokkur frá lögfræðistofunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×