Barton, sem leikur með Marseille, fékk þá dæmda aukaspyrnu á Zlatan, leikmann PSG. Þeir fóru í kjölfarið að rífast enda báðir þekktir skaphundar.
Barton varð að sjálfsögðu að fara með rifrildið alla leið og gerði grín að stóru nefi Zlatans með handabendingum.
Svíinn tók ekki illa í grínið og hló bara að Barton.