Fischer-setrið líklegasta nafnið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2013 13:34 Stefnt er að því að opna safnið í vor eða í síðasta lagi í sumar. „Það er unnið að fullu að undirbúningi, mikil fundarhöld og margir sem koma að þessu. Við erum með arkitekta, verkfræðinga, safnverði og fleira," segir Magnús Matthíasson formaður Skákfélags Selfoss. Skrifað var undir vilyrði að leigusamningi milli Skákfélags Selfoss og byggingarmeistarans Sigfúsar Kristinssonar síðastliðið sumar. Safnið verður staðsett á efri hæð Austurvegar 21. Upphaflega var stefnt að því að opna í byrjun mars en Magnús segir ljóst að svo verði ekki. Safnið muni þó opna í vor eða í síðasta lagi í sumar. Á safninu verða munir til sýnis úr einvígi Boris Spassky og Bobby Fischer í Reykjavík 1972, oft nefnt einvígi aldarinnar. Aðspurður hvernig gangi að safna munum segir Magnús: „Það hefur gengið ágætlega. Við höfum verið í samskiptum við stóra safnara á Íslandi sem og erlendis. Við höfum fengið vilyrði fyrir munum að láni og að gjöf líka. Það eru líka margir sem eiga verðmæta muni sem vilja mikla peninga fyrir þá," segir Magnús. Hann segist þó nokkuð sáttur með stöðu mála en vill þó ekki ræða frekar hvaða einstöku munir verði til sýnis. „Ég vil nú helst ekki gera það. Við erum í samningaviðræðum við þessa safnara og vil síður nefna sérstaka muni á þessu stigi," segir Magnús. Ekki hefur verið ákveðið formlega hvaða nafn safnið mun bera en eitt er þó líklegra en önnur. „Fischer setrið á selfossi er líklegast að það muni heita. Það er það nafn sem við í undirbúningsnefndinni höfum notað. Mér þykir það líklegast en það er samt ekki alveg pottþétt," segir Magnús. Bobby Fischer er sem kunnugt er jarðsettur í kirkjugarðinum í Laugardælum í grennd við Selfoss. Ferðamenn hafa sýnt grafreitnum mikinn áhuga. „Ég hef eftir fólki sem býr þarna í Laugardælum að það er stöðugur umferð þarna. Það koma nokkra bílar á hverjum einasta degi. Yfir sumartímann koma lágmark ein eða tvær rútur daglega þannig að áhuginn er gríðarlega mikill," segir Magnús. Árborg Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Það er unnið að fullu að undirbúningi, mikil fundarhöld og margir sem koma að þessu. Við erum með arkitekta, verkfræðinga, safnverði og fleira," segir Magnús Matthíasson formaður Skákfélags Selfoss. Skrifað var undir vilyrði að leigusamningi milli Skákfélags Selfoss og byggingarmeistarans Sigfúsar Kristinssonar síðastliðið sumar. Safnið verður staðsett á efri hæð Austurvegar 21. Upphaflega var stefnt að því að opna í byrjun mars en Magnús segir ljóst að svo verði ekki. Safnið muni þó opna í vor eða í síðasta lagi í sumar. Á safninu verða munir til sýnis úr einvígi Boris Spassky og Bobby Fischer í Reykjavík 1972, oft nefnt einvígi aldarinnar. Aðspurður hvernig gangi að safna munum segir Magnús: „Það hefur gengið ágætlega. Við höfum verið í samskiptum við stóra safnara á Íslandi sem og erlendis. Við höfum fengið vilyrði fyrir munum að láni og að gjöf líka. Það eru líka margir sem eiga verðmæta muni sem vilja mikla peninga fyrir þá," segir Magnús. Hann segist þó nokkuð sáttur með stöðu mála en vill þó ekki ræða frekar hvaða einstöku munir verði til sýnis. „Ég vil nú helst ekki gera það. Við erum í samningaviðræðum við þessa safnara og vil síður nefna sérstaka muni á þessu stigi," segir Magnús. Ekki hefur verið ákveðið formlega hvaða nafn safnið mun bera en eitt er þó líklegra en önnur. „Fischer setrið á selfossi er líklegast að það muni heita. Það er það nafn sem við í undirbúningsnefndinni höfum notað. Mér þykir það líklegast en það er samt ekki alveg pottþétt," segir Magnús. Bobby Fischer er sem kunnugt er jarðsettur í kirkjugarðinum í Laugardælum í grennd við Selfoss. Ferðamenn hafa sýnt grafreitnum mikinn áhuga. „Ég hef eftir fólki sem býr þarna í Laugardælum að það er stöðugur umferð þarna. Það koma nokkra bílar á hverjum einasta degi. Yfir sumartímann koma lágmark ein eða tvær rútur daglega þannig að áhuginn er gríðarlega mikill," segir Magnús.
Árborg Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira