Enski boltinn

Wilshere ætti að ná Bayern-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere.
Jack Wilshere. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jack Wilshere haltraði af velli í sigri Arsenal á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en nú lítur út fyrir að meiðslin sé ekki alvarleg. Wilshere ætti því að ná leiknum á móti Bayern í Meistaradeildinni sem fer fram í næstu viku.

Wilshere lenti í samstuði við Alfred N'Diaye í byrjun seinni hálfleiksins og meiddist á mjöðm en hann hafði líka eitthvað fundið fyrir eymslum í mjöðminni fyrr í leiknum.

Það er nokkuð öruggt að Wilshere verði hvíldur í bikarleiknum á móti Blackburn Rovers um komandi helgi en Arsene Wenger mun spara hann fyrir átökin á móti þýska liðinu í næstu viku.

Thomas Vermaelen er tæpur fyrir Blackburn-leikinn um helgina því hann er að glíma við tognun á ökkla og var ekki með á móti Sunderland. Laurent Koscielny kemur hinsvegar aftur inn í liðið en hann misst af Sunderland-leiknum.

Arsenal fær Bayern München í heimsókn eftir viku en það er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×