Kínverjar fjárfesta í dönskum minkabúum í fyrsta sinn 13. febrúar 2013 06:49 Í fyrsta sinn í sögunni hafa Kínverjar fjárfest í minkabúum í Danmörku en þeir hafa á síðustu árum verið stærstu kaupendur danskra og íslenskra minkaskinna. Kínverjar koma inn í dönsku loðdýraræktina af talsverðum krafti í byrjun því þeir hafa keypt fimm stór dönsk minkabú á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram á vefsíðu börsen. Þar er rætt við Tage Pedersen forstjóra uppboðshússins Kopenhagen Fur sem segist vera stoltur yfir því að Kínverjar vilji fjárfesta í danskri minkarækt. Slíkt sé gríðarleg viðurkenning fyrir danska loðdýrabændur. Kopenhagen Fur er stærsta uppboðshús Norðurlandanna þegar kemur að sölu á minkaskinnum og þar selja íslenskir loðdýrabændur öll sín minkaskinn. Á síðasta uppboðinu í þessum mánuði var sölumet slegið eins og kunnugt er af fréttum en þá voru 500 af 800 kaupendum frá Kína. Palle Höj sem starfar sem ráðgjafi fyrir danska loðdýrabændur segir að viðlíka áhugi Kínverja á að fjárfesta í minkaræktinni hafi ekki sést áður. Palle reiknar með að Kínverjar hafi áhuga á að kaupa enn fleiri dönsk minkabú. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni hafa Kínverjar fjárfest í minkabúum í Danmörku en þeir hafa á síðustu árum verið stærstu kaupendur danskra og íslenskra minkaskinna. Kínverjar koma inn í dönsku loðdýraræktina af talsverðum krafti í byrjun því þeir hafa keypt fimm stór dönsk minkabú á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram á vefsíðu börsen. Þar er rætt við Tage Pedersen forstjóra uppboðshússins Kopenhagen Fur sem segist vera stoltur yfir því að Kínverjar vilji fjárfesta í danskri minkarækt. Slíkt sé gríðarleg viðurkenning fyrir danska loðdýrabændur. Kopenhagen Fur er stærsta uppboðshús Norðurlandanna þegar kemur að sölu á minkaskinnum og þar selja íslenskir loðdýrabændur öll sín minkaskinn. Á síðasta uppboðinu í þessum mánuði var sölumet slegið eins og kunnugt er af fréttum en þá voru 500 af 800 kaupendum frá Kína. Palle Höj sem starfar sem ráðgjafi fyrir danska loðdýrabændur segir að viðlíka áhugi Kínverja á að fjárfesta í minkaræktinni hafi ekki sést áður. Palle reiknar með að Kínverjar hafi áhuga á að kaupa enn fleiri dönsk minkabú.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira