Viðskipti erlent

Apple þróar snjall-úr

Margar hugmyndir eru á lofti um umrætt snjall-úr. Hér má sjá eina hugmynd.
Margar hugmyndir eru á lofti um umrætt snjall-úr. Hér má sjá eina hugmynd.
Bandaríska stórblaðið The New York Times greindi frá því á dögunum að tæknirisinn Apple hefði í hyggju að þróa nýstárleg snjall-úr. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins mun úrið keyra uppfærða útgáfu af iOS-stýrikerfinu sem einnig má finna í iPhone-snjallsímanum og iPad-spjaldtölvunni.

Orðrómur um þetta tæknivædda armabandsúr hefur verið á kreiki frá því að tónhlaðan iPod Nano kom á markað fyrir nokkrum árum.

Nú hefur fréttaveitan Bloomberg greint frá því að Apple sé komið langt á leið með þróun snjall-úrsins og að það sé væntalegt á markað á næstu misserum.

Það er þó ekki hægt að segja að Apple sé að brjóta blað í tæknisögunni með þróun úrsins enda hefur helsti keppinautur fyrirtækisins, Google, nú þegar boðað komu snjall-gleraugnanna Google Glass.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×