Næsti Golf R með 268 hestöfl 13. febrúar 2013 13:15 Nýr Golf R. En kemur RS útgáfa í kjölfarið með 370 hestafla vél? Verður öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið - mun léttast um 100 kíló. Ekki er langt síðan sjöunda kynslóð Volkswagen Golf kom á markað og með nýrri kynslóð bílsins er ávallt stutt í GTI útfærslu hans og enn öflugri R útfærslu bílsins, sem margir bíða með eftirvæntingu eftir. Nýr Golf R verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september og verður til sölu í byrjun næsta árs. Engu að síður er farið að spyrjast út hvernig hann verður vopnaður. Hann verður áfram með tveggja lítra túrbínuvél sem skilar nú 268 hestöflum og græðir 12 hestöfl frá núverandi gerð. Bíllinn verður því öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið. Hann á að komast í hundraðið á 5 sekúndum sléttum. Hann fær að auki Haldex 5 fjórhjóladrif, 6 gíra DSG sjálfskiptingu, 4 pústurrör, en mun samt léttast um 100 kíló. Heyrst hefur af hugmyndum Volkswagen um RS gerð Golf sem fengi sömu 5 strokka vélina og er í Audi RS3, en hún er 370 hestöfl. Já takk! Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent
Verður öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið - mun léttast um 100 kíló. Ekki er langt síðan sjöunda kynslóð Volkswagen Golf kom á markað og með nýrri kynslóð bílsins er ávallt stutt í GTI útfærslu hans og enn öflugri R útfærslu bílsins, sem margir bíða með eftirvæntingu eftir. Nýr Golf R verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september og verður til sölu í byrjun næsta árs. Engu að síður er farið að spyrjast út hvernig hann verður vopnaður. Hann verður áfram með tveggja lítra túrbínuvél sem skilar nú 268 hestöflum og græðir 12 hestöfl frá núverandi gerð. Bíllinn verður því öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið. Hann á að komast í hundraðið á 5 sekúndum sléttum. Hann fær að auki Haldex 5 fjórhjóladrif, 6 gíra DSG sjálfskiptingu, 4 pústurrör, en mun samt léttast um 100 kíló. Heyrst hefur af hugmyndum Volkswagen um RS gerð Golf sem fengi sömu 5 strokka vélina og er í Audi RS3, en hún er 370 hestöfl. Já takk!
Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent