Fótbolti

Lið Sir Alex hafa aðeins unnið 2 af 15 leikjum á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester United tapaði 1-3 á móti Real Madrid í síðasta leik liðanna á Spáni.
Manchester United tapaði 1-3 á móti Real Madrid í síðasta leik liðanna á Spáni. Mynd/NordicPhotos/Getty
Sir Alex Ferguson er mættur til Madrid-borgar þar sem Manchester United spilar við Real Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Enginn knattspyrnuáhugamaður mun örugglega missa af leiknum sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld.

Stuðningsmenn Manchester United geta þó varla verið bjartsýnir ef þeir skoða fyrri heimsóknir liða Ferguson til Spánar. Manchester United hefur aðeins unnið tvo af fimm leikjum sínum á Spáni undir stjórn Sir Alex Ferguson. Sigurleikirnir komu 2001-02 og 2010-11.

Manchester United vann 2-0 sigur á Deportivo í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2001-02 og þá skoruðu mörkin þeir David Beckham og Ruud van Nistelrooy.

Manchester United vann síðan 1-0 sigur á Valencia í Meistaradeildinni 2010-11 en Javier Hernández skoraði þá sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok.

Sex af leikjum Manchester United á Spáni hafa endaði með markalausu jafntefli en Sir Alex Ferguson lofaði því á blaðamannafundi í gær að það yrðu skoruð mörk í leiknum í kvöld.

Leikir Manchester United á Spáni undir stjórn Sir Alex Ferguson:

Atlético-Manchester United 3-0 (Evrópukeppni bikarhafa 91-92)

Barcelona-Manchester United 4-0 (Meistaradeildin 94-95)

Barcelona-Manchester United 3-3 (Meistaradeildin 98-99)

Real Madrid-Manchester United 0-0 (Meistaradeildin 99-00)

Valencia-Manchester United 0-0 (Meistaradeildin 99-00)

Valencia-Manchester United 0-0 (Meistaradeildin 00-01)

Deportivo-Manchester United 0-2 (Meistaradeildin 01-02)

Deportivo-Manchester United 2-1 (Meistaradeildin 01-02)

Real Madrid-Manchester United 3-1 (Meistaradeildin 02-03)

Deportivo-Manchester United 2-0 (Meistaradeildin 02-03)

Villarreal-Manchester United 0-0 (Meistaradeildin 05-06)

Barcelona-Manchester United 0-0 (Meistaradeildin 07-08)

Villarreal-Manchester United 0-0 (Meistaradeildin 08-09)

Valencia-Manchester United 0-1 (Meistaradeildin 10-11)

Athletic-Manchester United 2-1 (Evrópudeildin 11-12)

Samantekt:

15 leikir

2 sigrar

7 jafntefli

6 töp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×