Hreggnasi með langhæsta tilboðið í Fossá Kristján Hjálmarsson skrifar 13. febrúar 2013 14:56 Fossá í Fossárdal liggur inn úr Þjórsárdal. Mynd/skeidgnup.is Hreggnasi ehf. átti langhæsta tilboðið í veiðiréttinn í Fossá í Þjórsárdal en frestur til að skila inn tilboðum í ána rann út í gær. Hátt í tuttugu aðilar skiluðu inn tilboðum og voru þau flest á bilinu 2,9 – 4,4 milljónir króna. Tilboð Hreggnasa hljóðaði hins vegar upp á 8,5 milljónir króna, um 4 milljónum hærra en næsta tilboð. Þess ber að geta að tilboðin miðast við fjögurra ára samning eða frá árinu 2013 til ársins 2016. Þannig hljóðar tilboð Hreggnasa upp á ríflega 2,1 milljón á ári í þennan tíma. Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa hyggur á mikla uppbyggingu við Fossá, verði gengið að tilboði hans, meðal annars byggingu veiðihúss sem er ekki fyrir. „Draumur minn er að koma upp góðri aðstöðu svo það fari vel um menn í tveggja stanga veiðihúsi," segir Jón Þór. Veiði í Fossá hefur verið misjöfn undanfarin ár en í fyrra veiddust 31 lax. „Ég tel að áin eigi mikið inni ekki síst silungaveiðin," segir Jón Þór. Þótt Hreggnasi hafi verið með langhæsta tilboðið í ána segir Jón Þór að verðið muni ekki rjúka upp úr öllu valdi. „Ef við náum samningum munum við bjóða ána á viðráðanlegu verði. Það hefur verið jafnaðarverð í ánni en við myndum þá hafa verðskrána örlítið skiptari, það er að áin verður dýrari þegar besti tíminn er í henni. Þá erum við að horfa á verð á bilinu frá 7 þúsund og upp í 22.900 fyrir dýrustu stangirnar. Þá er veiðihúsið innifalið," segir Jón Þór. Veiðiréttarhafar í Fossá, Skógrækt ríkisins og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, óskuðu eftir tilboðum í veiðirétt Fossár og rann fresturinn út í fyrradag. Ákveðið verður í lok vikunnar hvaða tilboði verður tekið í veiðiréttinn. Stangveiði Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Þeir sem horfa ekki á Eurovision fá 91 sm sjóbirtinga Veiði Syðri Brú að verða uppseld Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Hreggnasi ehf. átti langhæsta tilboðið í veiðiréttinn í Fossá í Þjórsárdal en frestur til að skila inn tilboðum í ána rann út í gær. Hátt í tuttugu aðilar skiluðu inn tilboðum og voru þau flest á bilinu 2,9 – 4,4 milljónir króna. Tilboð Hreggnasa hljóðaði hins vegar upp á 8,5 milljónir króna, um 4 milljónum hærra en næsta tilboð. Þess ber að geta að tilboðin miðast við fjögurra ára samning eða frá árinu 2013 til ársins 2016. Þannig hljóðar tilboð Hreggnasa upp á ríflega 2,1 milljón á ári í þennan tíma. Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa hyggur á mikla uppbyggingu við Fossá, verði gengið að tilboði hans, meðal annars byggingu veiðihúss sem er ekki fyrir. „Draumur minn er að koma upp góðri aðstöðu svo það fari vel um menn í tveggja stanga veiðihúsi," segir Jón Þór. Veiði í Fossá hefur verið misjöfn undanfarin ár en í fyrra veiddust 31 lax. „Ég tel að áin eigi mikið inni ekki síst silungaveiðin," segir Jón Þór. Þótt Hreggnasi hafi verið með langhæsta tilboðið í ána segir Jón Þór að verðið muni ekki rjúka upp úr öllu valdi. „Ef við náum samningum munum við bjóða ána á viðráðanlegu verði. Það hefur verið jafnaðarverð í ánni en við myndum þá hafa verðskrána örlítið skiptari, það er að áin verður dýrari þegar besti tíminn er í henni. Þá erum við að horfa á verð á bilinu frá 7 þúsund og upp í 22.900 fyrir dýrustu stangirnar. Þá er veiðihúsið innifalið," segir Jón Þór. Veiðiréttarhafar í Fossá, Skógrækt ríkisins og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, óskuðu eftir tilboðum í veiðirétt Fossár og rann fresturinn út í fyrradag. Ákveðið verður í lok vikunnar hvaða tilboði verður tekið í veiðiréttinn.
Stangveiði Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Þeir sem horfa ekki á Eurovision fá 91 sm sjóbirtinga Veiði Syðri Brú að verða uppseld Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði