Haustlínan féll í skugga hneykslis Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. febrúar 2013 12:30 Oscar de la Renta hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að sá orðrómur kom upp að hann hefði boðið John Galliano að vinna fyrir sig í haust. Galliano var eins og margir vita rekinn úr starfi sínu hjá Christian Dior eftir að myndband náðist af honum þar sem hann lofsöng nasisma og lét út úr sér ýmis andgyðingsleg níð. Tískuheimurinn hefur átt erfitt með að fyrirgefa þetta atvik og því kom það mörgum í opna skjöldu þegar fréttist af ráðningunni, en hún fékkst staðfest á sýningu haust- og vetrarlínu tískuhússins á þriðjudaginn. Línan var engu að síður undurfögur eins og við var að búast frá de la Renta, en áhrif Gallianos sáust greinilega. Fatnaðurinn sjálfur féll því í skuggann af spennuþrungnum sal sem beið þess að Galliano myndi stíga fram á sviðið að sýningu lokinni. Oscar de la Renta steig að vísu einn fram á meðan Galliano taldi öruggara að halda sig baksviðs. Hér sjáum við myndir frá sýningunni.Oscar de la Renta og John Galliano. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Oscar de la Renta hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að sá orðrómur kom upp að hann hefði boðið John Galliano að vinna fyrir sig í haust. Galliano var eins og margir vita rekinn úr starfi sínu hjá Christian Dior eftir að myndband náðist af honum þar sem hann lofsöng nasisma og lét út úr sér ýmis andgyðingsleg níð. Tískuheimurinn hefur átt erfitt með að fyrirgefa þetta atvik og því kom það mörgum í opna skjöldu þegar fréttist af ráðningunni, en hún fékkst staðfest á sýningu haust- og vetrarlínu tískuhússins á þriðjudaginn. Línan var engu að síður undurfögur eins og við var að búast frá de la Renta, en áhrif Gallianos sáust greinilega. Fatnaðurinn sjálfur féll því í skuggann af spennuþrungnum sal sem beið þess að Galliano myndi stíga fram á sviðið að sýningu lokinni. Oscar de la Renta steig að vísu einn fram á meðan Galliano taldi öruggara að halda sig baksviðs. Hér sjáum við myndir frá sýningunni.Oscar de la Renta og John Galliano.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira