Viðskipti erlent

Fyrsta tapið á rekstri námurisans Rio Tinto frá upphafi

Tap varð á rekstri námurisans Rio Tinto, móðurfélags Alcan Í Straumsvík, á síðasta ári en þetta er í fyrsta sinn sem tap verður á rekstri félagsins á heilu ári.

Tapið nam 3 milljörðum dollara eða um 384 milljörðum króna. Skýringar á tapinu eru miklar afskriftir vegna kaupanna á Alcan árið 2007 og kolanámum í Mósambik. Alls þurfti Rio Tinto að afskrifa rúmlega 14 milljarða dollara á síðasta ári. Í kjölfarið var forstjórinn rekinn.

Hinn nýi forstjóri, Sam Walsh, segir í viðtali við Reuters að þeir geti gert betur í framtíðinni og hann boðar lækkun kostnaðar og hagræðingu í rekstrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×