Lexus og Porsche bila minnst Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2013 11:15 Lexus bílar bila minnst samkvæmt könnun J.D. Power Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac tóku dýfu Ár hvert gerir J.D. Power í Bandaríkjunum viðamikla rannsókn á bilanatíðni bíla til að finna út hvaða bílgerðir standa sig best. Ávallt er um að ræða þriggja ára bíla og því voru nú bílar af árgerð 2010 rannsakaðir og fundið út hversu mikið þeir hafi bilað á síðastliðnum 12 mánuðum. Efstu merkin á listanum, eins og reyndar oft áður, urðu Lexus með 71 bilun á hverja 100 bíla og Porsche með 94 bilanir. Meðaltal allra bíla í könnuninni var 126 bilanir. Listi 12 efstu merkjanna var þessi: Lexus 71 Porsche 94 Toyota 112 Lincoln 112 Mercedes Benz 115 Buick 118 Honda 119 Acura 120 Ram 122 Suzuki 122 Mazda 124 Chevrolet 125 Hástökkvarinn á þessum lista var Ram, sem stökk upp um 20 sæti frá könnuninni í fyrra. Mazda og Ford komust á topp 12 listann nú en voru þar ekki í fyrra. Nokkur þekkt merki tóku dýfu á listanum, svo sem Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac. Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent
Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac tóku dýfu Ár hvert gerir J.D. Power í Bandaríkjunum viðamikla rannsókn á bilanatíðni bíla til að finna út hvaða bílgerðir standa sig best. Ávallt er um að ræða þriggja ára bíla og því voru nú bílar af árgerð 2010 rannsakaðir og fundið út hversu mikið þeir hafi bilað á síðastliðnum 12 mánuðum. Efstu merkin á listanum, eins og reyndar oft áður, urðu Lexus með 71 bilun á hverja 100 bíla og Porsche með 94 bilanir. Meðaltal allra bíla í könnuninni var 126 bilanir. Listi 12 efstu merkjanna var þessi: Lexus 71 Porsche 94 Toyota 112 Lincoln 112 Mercedes Benz 115 Buick 118 Honda 119 Acura 120 Ram 122 Suzuki 122 Mazda 124 Chevrolet 125 Hástökkvarinn á þessum lista var Ram, sem stökk upp um 20 sæti frá könnuninni í fyrra. Mazda og Ford komust á topp 12 listann nú en voru þar ekki í fyrra. Nokkur þekkt merki tóku dýfu á listanum, svo sem Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac.
Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent