"Okkar hugur er hjá Oscari og aðstandendum þeirra sem hlut eiga að máli," segirJón Sigurðsson, forstjóri Össurar, um tíðindi dagsins af frjálsíþróttakappanum Oscar Pistorius.
Fyrir liggur að Suður-Afríkumaðurinn banaði unnustu sinni á heimili þeirra í Pretoria í Suður-Afríku í morgun. Atburðarásin liggur ekki fyrir en meðal annars er talið að Pistorius hafi haldið að um innbrotsþjóf væri að ræða. Lögreglan í Suður-Afríku hefur þó ekkert staðfest enn sem komið er.
Pistorius hefur öðlast heimsfrægð fyrir afrek sín á frjálsíþróttavellinum. Árið 2008 varð hann fyrsti íþróttamaðurinn til þess að vinna gullverðlaun í 100, 200 og 400 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra.
Suður-afríski hlauparinn, sem hefur verið kallaður "the Blade Runner", notar Cheetah hlaupafætur frá Össuri,
„Meira vil ég ekki segja. Við vitum ekki meira en þið," segir Jón í samtali við blaðamann Vísis.
"Okkar hugur er hjá Oscari"

Tengdar fréttir

Var að undirbúa óvænta Valentínusargjöf
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur fyrir dómara síðar í dag þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir morð.

Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana
Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt.