Þriðja kynslóð Outlander mætt 14. febrúar 2013 19:15 Fær nýjan undirvagn og vélar og er í boði bæði 5 og 7 manna. Einn þeirra jepplinga sem selst hafa hvað best á Íslandi er Mitsubishi Outlander. Hann er nú kominn til landsins af þriðju kynslóð, er gerbreyttur í útliti með nýjar vélar. Mitsubishi Outlander á sér langa og farsæla þróunarsögu. Hann kom fyrst fram í dagsljósið í Japan árið 2001 sem Mitsubishi Airtrek, sem var byggður á hugmyndabílnum ASX, en síðan sem fyrsta kynslóð Outlander, 2003 til 2006. Fyrsta kynslóðin var bæði í boði með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi, og þá með vökvakúplingu fyrir mismunadrif í miðju. Önnur kynslóð Outlander kom síðan á markað í október 2005, þá búinn nýrri 16 ventla 2,4 lítra MIVEC-vél með tveimur kambásum, INVECS-III stiglausri sjálfskiptingu og nýju rafeindastýrðu stjórnkerfi fyrir aldrifsbúnaðinn, sem jafnframt var stöðugleikastýring. Þriðja kynslóðin Þessi nýja gerð fjórhjóladrifins Mistubishi Outlander, sem verið er að kynna hér á landi var frumsýnd á bílasýningunni í Genf á liðnu ári og kom á almennan markað í fyrstu Evrópulöndunum á liðnu hausti og nú í framhaldi hérlendis. Samhliða því að kynna Outlander í nýrri gerð með bæði dísil og bensínvél, þá var hann einnig kynntur til sögunnar sem fjölorkubíll, PHEV, með 2,0 lítra MIVEC bensínvél og rafmótor, sem byggir á sama tæknigrunni og litli rafbíllinn Mitsubishi i-MiEV. Tvær vélargerðir Outlander er nú í boði með tveimur vélargerðum: Nýrri 2,0 lítra MIVEC bensínvél og 2,2 lítra DI-D dísilvél. Bensínvélin er 150 hestöfl (110 kW) við 6.000 sn.mín og snúningsvægið er 195 Nm við 4.100 til 4.200 sn.mín. 2,2 lítra DI-D dísilvélin er með samrásarinnsprautun, millikæli og forþjöppu, 150 hestöfl (110 kW) við 3.500 sn.mín. Snúningsvægi dísilvélarinnar er einnig dágott eða 380 Nm á bilinu 1,500 til 2.750 sn.mín, eftir því hvort bíllinn er sjálfskiptur eða handskiptur. Tvö stig búnaðar, 5 og 7 manna Outlander er í boði í tveimur stigum búnaðar, "INTENSE" og "INSTYLE", og í boði ýmist 5 eða 7 manna. Báðar gerðir eru hlaðnar búnaði, bæði til þæginda og öryggis. Meðal búnaðar má nefna öryggispúða fyrir ökumann og farþega í framsæti, hliðar- og höfuðpúða. Þar til viðbótar er sérstakur öryggispúði fyrir hné ökumanns. Stöðugleikastýring er staðalbúnaður, útvarp með CD/MP3 spilara og 6 hátalarar, tvískipt miðstöðvarkerfi og loftkæling, leðurklætt stýrishjól með stillibúnaði fyrir hljómtæki, hraðastilli og Bluetooth. Báðar gerðir eru með árekstraviðvörunarbúnaði að framan, skriðstilli sem aðlagar sig að ökuhraða og viðvörunarbúnaði, sem varar við ef bíllinn leitar út fyrir akrein í akstri. Báðar gerðirnar eru búnar bakkmyndavél. Í sjö sæta gerð er hægt að renna sætum í annarri sætaröð sjálfstætt (60:40 skipting) og í þeirri gerð er einnig hægt að halla öftustu sætunum, brjóta saman og setja í geymslustöðu, þegar þau eru ekki í notkun. Instyle er einnig búinn lykillausu aðgangskerfi, rafstýrðum afturhlera og leðursætum ásamt Instyle Rockford hljóðkerfi og beygju- og sjálfstillanlegum framljósum. INTENSE er í boði bæði með bensínvél og dísilvél, en INSTYLE-gerðin aðeins með dísilvél. Nýr Mitsubishi Outlander verður frumsýndur í Heklu laugardaginn 16. febrúar 2013, milli kl. 10 og 16. Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent
Fær nýjan undirvagn og vélar og er í boði bæði 5 og 7 manna. Einn þeirra jepplinga sem selst hafa hvað best á Íslandi er Mitsubishi Outlander. Hann er nú kominn til landsins af þriðju kynslóð, er gerbreyttur í útliti með nýjar vélar. Mitsubishi Outlander á sér langa og farsæla þróunarsögu. Hann kom fyrst fram í dagsljósið í Japan árið 2001 sem Mitsubishi Airtrek, sem var byggður á hugmyndabílnum ASX, en síðan sem fyrsta kynslóð Outlander, 2003 til 2006. Fyrsta kynslóðin var bæði í boði með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi, og þá með vökvakúplingu fyrir mismunadrif í miðju. Önnur kynslóð Outlander kom síðan á markað í október 2005, þá búinn nýrri 16 ventla 2,4 lítra MIVEC-vél með tveimur kambásum, INVECS-III stiglausri sjálfskiptingu og nýju rafeindastýrðu stjórnkerfi fyrir aldrifsbúnaðinn, sem jafnframt var stöðugleikastýring. Þriðja kynslóðin Þessi nýja gerð fjórhjóladrifins Mistubishi Outlander, sem verið er að kynna hér á landi var frumsýnd á bílasýningunni í Genf á liðnu ári og kom á almennan markað í fyrstu Evrópulöndunum á liðnu hausti og nú í framhaldi hérlendis. Samhliða því að kynna Outlander í nýrri gerð með bæði dísil og bensínvél, þá var hann einnig kynntur til sögunnar sem fjölorkubíll, PHEV, með 2,0 lítra MIVEC bensínvél og rafmótor, sem byggir á sama tæknigrunni og litli rafbíllinn Mitsubishi i-MiEV. Tvær vélargerðir Outlander er nú í boði með tveimur vélargerðum: Nýrri 2,0 lítra MIVEC bensínvél og 2,2 lítra DI-D dísilvél. Bensínvélin er 150 hestöfl (110 kW) við 6.000 sn.mín og snúningsvægið er 195 Nm við 4.100 til 4.200 sn.mín. 2,2 lítra DI-D dísilvélin er með samrásarinnsprautun, millikæli og forþjöppu, 150 hestöfl (110 kW) við 3.500 sn.mín. Snúningsvægi dísilvélarinnar er einnig dágott eða 380 Nm á bilinu 1,500 til 2.750 sn.mín, eftir því hvort bíllinn er sjálfskiptur eða handskiptur. Tvö stig búnaðar, 5 og 7 manna Outlander er í boði í tveimur stigum búnaðar, "INTENSE" og "INSTYLE", og í boði ýmist 5 eða 7 manna. Báðar gerðir eru hlaðnar búnaði, bæði til þæginda og öryggis. Meðal búnaðar má nefna öryggispúða fyrir ökumann og farþega í framsæti, hliðar- og höfuðpúða. Þar til viðbótar er sérstakur öryggispúði fyrir hné ökumanns. Stöðugleikastýring er staðalbúnaður, útvarp með CD/MP3 spilara og 6 hátalarar, tvískipt miðstöðvarkerfi og loftkæling, leðurklætt stýrishjól með stillibúnaði fyrir hljómtæki, hraðastilli og Bluetooth. Báðar gerðir eru með árekstraviðvörunarbúnaði að framan, skriðstilli sem aðlagar sig að ökuhraða og viðvörunarbúnaði, sem varar við ef bíllinn leitar út fyrir akrein í akstri. Báðar gerðirnar eru búnar bakkmyndavél. Í sjö sæta gerð er hægt að renna sætum í annarri sætaröð sjálfstætt (60:40 skipting) og í þeirri gerð er einnig hægt að halla öftustu sætunum, brjóta saman og setja í geymslustöðu, þegar þau eru ekki í notkun. Instyle er einnig búinn lykillausu aðgangskerfi, rafstýrðum afturhlera og leðursætum ásamt Instyle Rockford hljóðkerfi og beygju- og sjálfstillanlegum framljósum. INTENSE er í boði bæði með bensínvél og dísilvél, en INSTYLE-gerðin aðeins með dísilvél. Nýr Mitsubishi Outlander verður frumsýndur í Heklu laugardaginn 16. febrúar 2013, milli kl. 10 og 16.
Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent