Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 21-20 Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2013 00:01 FH vann flottan sigur, 21-20, á Val í æsispennandi leik í N1-deild karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Logi Geirsson var atkvæðamestur í liði FH með sex mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í FH ávallt einu skrefi á undan. Valsmenn voru samt sem áður gríðarlega ákveðir og fastir fyrir í varnarleiknum. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 4-4. Þá misstu Valsmenn tvö menn útaf með tveggja mínútna brotvísanir og voru því fjórir útispilarar gegn sex en á þeim kafla náðu FH-ingar þriggja marka forystu 7-4. Valsmenn komust aftur inn í leikinn og var staðan 9-8 í hálfleik. Valsmenn gerðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins en þá komu fjögur í röð frá FH og þeir breyttu stöðunni í 13-10. FH-ingar voru sterkari næstu tíu mínútur leiksins og voru ávallt skrefinu á undan. Valsmenn voru samt alltaf ákveðnir og ætluðu greinilega að selja sig dýrt í leiknum. Þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 16-16 og mikil spenna í leiknum. Því næst unnu Valsmenn boltann og Sveinn Aron Sveinsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Staðan var orðin 17-16 fyrir gestina. FH-ingar hrukku þá í gang og komust í 19-18 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Spennan hélst áfram alveg fram til enda en það voru FH-ingar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu eins marks sigur 21-20. Þorbjörn Jensson: Handboltinn snýst ennþá um það sama„Þetta var ágætis leikur og mikið um sterkan varnarleik," sagði Þorbjörn Jensson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Það sem vantaði uppá hjá okkur var að nýta færin betur. Við fengum alveg heilan helling af góðum færum sem liðið var ekki að notfæra." „Við gerðum markvörðinn hjá FH bara góðan með því að skjóta svona mikið í hann. Varnarleikur okkar sem og markvarsla var til fyrirmyndar og ég hef engar áhyggjur af því, þurfum að bæta okkur sóknarlega núna." „Ég hef ekki verið neitt í kringum handbolta í 12 ár. Íþróttin hefur ekki mikið breyst á þeim tíma, þetta snýst ennþá um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og undirbúa sig fyrir hann." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Logi Geirsson: Ég er að fara massa mig meira upp„Þetta var sannkallaður baráttusigur," sagði Logi Geirsson, eftir sigurinn í kvöld. „Valsmenn eru með gríðarlega sterkan hóp og við vissum að þetta yrði erfitt. Þetta hafðist samt í lokin og við náðum að knýja fram gríðarlega mikilvæg tvö stig fyrir úrslitakeppnina." „Við höfum alls ekkert verið að valta yfir andstæðinga okkar og lið ná oft á tíðum að halda í við okkar, en við erum alltaf að spila eftir sömu leikaðferð og höfum trú á henni. Liðið hefur verið á mikilli siglingu í deildinni að undanförnu og það mun bara halda áfram." „Ég er komin á fullt í lyftingasalinn og þarf að bæta aðeins á mig. Eftir á Ólafur Gústafsson fór frá liðinu er ég komin með nýtt hlutverk og þá verð ég heldur betur að standa mig."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
FH vann flottan sigur, 21-20, á Val í æsispennandi leik í N1-deild karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Logi Geirsson var atkvæðamestur í liði FH með sex mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í FH ávallt einu skrefi á undan. Valsmenn voru samt sem áður gríðarlega ákveðir og fastir fyrir í varnarleiknum. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 4-4. Þá misstu Valsmenn tvö menn útaf með tveggja mínútna brotvísanir og voru því fjórir útispilarar gegn sex en á þeim kafla náðu FH-ingar þriggja marka forystu 7-4. Valsmenn komust aftur inn í leikinn og var staðan 9-8 í hálfleik. Valsmenn gerðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins en þá komu fjögur í röð frá FH og þeir breyttu stöðunni í 13-10. FH-ingar voru sterkari næstu tíu mínútur leiksins og voru ávallt skrefinu á undan. Valsmenn voru samt alltaf ákveðnir og ætluðu greinilega að selja sig dýrt í leiknum. Þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 16-16 og mikil spenna í leiknum. Því næst unnu Valsmenn boltann og Sveinn Aron Sveinsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Staðan var orðin 17-16 fyrir gestina. FH-ingar hrukku þá í gang og komust í 19-18 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Spennan hélst áfram alveg fram til enda en það voru FH-ingar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu eins marks sigur 21-20. Þorbjörn Jensson: Handboltinn snýst ennþá um það sama„Þetta var ágætis leikur og mikið um sterkan varnarleik," sagði Þorbjörn Jensson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Það sem vantaði uppá hjá okkur var að nýta færin betur. Við fengum alveg heilan helling af góðum færum sem liðið var ekki að notfæra." „Við gerðum markvörðinn hjá FH bara góðan með því að skjóta svona mikið í hann. Varnarleikur okkar sem og markvarsla var til fyrirmyndar og ég hef engar áhyggjur af því, þurfum að bæta okkur sóknarlega núna." „Ég hef ekki verið neitt í kringum handbolta í 12 ár. Íþróttin hefur ekki mikið breyst á þeim tíma, þetta snýst ennþá um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og undirbúa sig fyrir hann." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Logi Geirsson: Ég er að fara massa mig meira upp„Þetta var sannkallaður baráttusigur," sagði Logi Geirsson, eftir sigurinn í kvöld. „Valsmenn eru með gríðarlega sterkan hóp og við vissum að þetta yrði erfitt. Þetta hafðist samt í lokin og við náðum að knýja fram gríðarlega mikilvæg tvö stig fyrir úrslitakeppnina." „Við höfum alls ekkert verið að valta yfir andstæðinga okkar og lið ná oft á tíðum að halda í við okkar, en við erum alltaf að spila eftir sömu leikaðferð og höfum trú á henni. Liðið hefur verið á mikilli siglingu í deildinni að undanförnu og það mun bara halda áfram." „Ég er komin á fullt í lyftingasalinn og þarf að bæta aðeins á mig. Eftir á Ólafur Gústafsson fór frá liðinu er ég komin með nýtt hlutverk og þá verð ég heldur betur að standa mig."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira