Kaupa Kínverjar Fisker? Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2013 11:15 Fisker Karma vegur 2,4 tonn en eyðir aðeins 4,5 lítrum á hundraðið. Kínverska bílafyrirtækið Dongfeng hefur gert Fisker Automotive tilboð í 85% eignarhlut í Kaliforníska tvinnbílaframleiðandanum. Hljómar það uppá 350 milljón dollar, eða 45 milljarða króna. Fleiri hafa reyndar boðið í fyrirtækið en talið er að tilboð Dongfeng sé það besta. Fisker framleiðir sportbíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, en Fisker hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðastliðna 7 mánuði þar sem birgi Fisker á rafgeymum, A123 Systems, fór á kúpuna og leitar Fisker nú hófana hjá öðrum framleiðendum rafgeyma. Bílar Fisker, sem bera nú nafnið Fisker Karma eru engin smásmíði, þeir vega 2,4 tonn en eyða samt aðeins 4,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, en kosta 100.000 dollara stykkið eða um 13 milljónir króna. Um 2.000 Fisker Karma bílar hafa verið afhentir eigendum sínum til þessa. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent
Fisker Karma vegur 2,4 tonn en eyðir aðeins 4,5 lítrum á hundraðið. Kínverska bílafyrirtækið Dongfeng hefur gert Fisker Automotive tilboð í 85% eignarhlut í Kaliforníska tvinnbílaframleiðandanum. Hljómar það uppá 350 milljón dollar, eða 45 milljarða króna. Fleiri hafa reyndar boðið í fyrirtækið en talið er að tilboð Dongfeng sé það besta. Fisker framleiðir sportbíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, en Fisker hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðastliðna 7 mánuði þar sem birgi Fisker á rafgeymum, A123 Systems, fór á kúpuna og leitar Fisker nú hófana hjá öðrum framleiðendum rafgeyma. Bílar Fisker, sem bera nú nafnið Fisker Karma eru engin smásmíði, þeir vega 2,4 tonn en eyða samt aðeins 4,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, en kosta 100.000 dollara stykkið eða um 13 milljónir króna. Um 2.000 Fisker Karma bílar hafa verið afhentir eigendum sínum til þessa.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent