Fótbolti

Wilshere: Chelsea er fyrirmyndin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere.
Jack Wilshere. Mynd/NordicPhotos/Getty
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, hefur verið mikið í umræðunni fyrir leikinn í kvöld á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arsenal þarf á stórleik að halda frá þessum 21 árs gamla miðjumanni ef liðið ætlar að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn í München.

Wilshere vonast til að Arsenal geti hermt eftir Chelsea-liðinu frá því í fyrravetur en Chelsea-menn létu þá ekki slakt gengi í deildinni heima koma í veg fyrir að liðið fór alla leið í Meistaradeildinni.

„Chelsea-liðið frá því í fyrra er fyrirmyndin og innblástur fyrir okkur alla. Þótt að þú hafir ekki átt gott ár þá er allt hægt með smá heppni og karakter. Við verðum að trúa á slíkt. Við höfum líka unnið stórlið á heimavelli í Evrópukeppninni áður," sagði Jack Wilshere.

Arsenal hefur aldrei unnið Meistaradeildina en komst alla leið í úrslitaleikinn fyrir sjö árum þegar liðið tapaði á móti Barcelona.

Jack Wilshere náði að spila tvo leiki í Meistaradeildinni fyrir jól, í 2-2 jafntefli á útivelli á móti Schalke 04 og 2-0 heimsigur á Montpellier þar sem hann skoraði annað markið. Það voru fyrstu Meistaradeildir hans síðan í 1-3 tapi í Barcelona í 16 liða úrslitunum 2011.

Leikur Arsenal og Bayern München hefst klukkan 19.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×