NBA í nótt: Góður sigur Golden State Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2013 09:00 Andrew Bogut og David Lee fagna í leiknum í nótt. Mynd/AP Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar unnu Golden State og Oklahoma City góða sigra. Golden State hafði betur gegn Dallas á heimavelli, 100-97. Golden State hefur verið eitt af betri liðum deildarinnar í ár og hefur nú unnið þrjá leiki í röð, þrátt fyrir að leikstjórandinn Stephen Curry hafi misst af síðustu tveimur vegna meiðsla. Í fjarveru hans var Klay Thompson stigahæstur í liði Golden State með 27 stig. Þá átti David Lee frábæran leik en hann var með fimmtán stig, 20 fráköst og níu stoðsendingar. Golden State endurheimti einnig Andrew Bogut úr meiðslum og hann varði skot á mikilvægu augnabliki rétt fyrir leikslok. Þá var staðan 98-97 en Golden State fékk boltann og jók muninn í þrjú stig. Vince Carter fékk tækifæri til að jafna með erfiðu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út en það geigaði. OJ Mayo var stigahæstur í liði Dallas með 25 stig. Carter var með 22 og Shawn Marion átján. Oklahoma City vann Memphis, 106-89, en þetta var fyrsti leikur síðarnefnda liðsins áður en Rudy Gay var skipt til Toronto Raptors. Sigur Oklahoma City var nokkuð öruggur en Memphis komst þó á ágætt skrið eftir að Russell Westbrook var settur á bekkinn í þriðja leikhluta. Westbrook náði ekki að hemja skap sitt og lét í ljós óánægju með liðsfélaga sína á vellinum, með þeim afleiðingum að þjálfarinn Scott Brooks tók hann af velli. "Þetta var bara smá samskiptavandamál," sagði Westbrook við fjölmiðla eftir leikinn en aðrir leikmenn Oklahoma City gerðu einnig lítið úr málinu eftir leik. Westbrook hvíldi í um átta mínútur áður en hann kom aftur inn á í fjórða leikhluta, en Oklahoma City náði að halda forystu sinni allt til leiksloka. Kevin Durant var stigahæstur í liði Oklahoma City með 27 stig. NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar unnu Golden State og Oklahoma City góða sigra. Golden State hafði betur gegn Dallas á heimavelli, 100-97. Golden State hefur verið eitt af betri liðum deildarinnar í ár og hefur nú unnið þrjá leiki í röð, þrátt fyrir að leikstjórandinn Stephen Curry hafi misst af síðustu tveimur vegna meiðsla. Í fjarveru hans var Klay Thompson stigahæstur í liði Golden State með 27 stig. Þá átti David Lee frábæran leik en hann var með fimmtán stig, 20 fráköst og níu stoðsendingar. Golden State endurheimti einnig Andrew Bogut úr meiðslum og hann varði skot á mikilvægu augnabliki rétt fyrir leikslok. Þá var staðan 98-97 en Golden State fékk boltann og jók muninn í þrjú stig. Vince Carter fékk tækifæri til að jafna með erfiðu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út en það geigaði. OJ Mayo var stigahæstur í liði Dallas með 25 stig. Carter var með 22 og Shawn Marion átján. Oklahoma City vann Memphis, 106-89, en þetta var fyrsti leikur síðarnefnda liðsins áður en Rudy Gay var skipt til Toronto Raptors. Sigur Oklahoma City var nokkuð öruggur en Memphis komst þó á ágætt skrið eftir að Russell Westbrook var settur á bekkinn í þriðja leikhluta. Westbrook náði ekki að hemja skap sitt og lét í ljós óánægju með liðsfélaga sína á vellinum, með þeim afleiðingum að þjálfarinn Scott Brooks tók hann af velli. "Þetta var bara smá samskiptavandamál," sagði Westbrook við fjölmiðla eftir leikinn en aðrir leikmenn Oklahoma City gerðu einnig lítið úr málinu eftir leik. Westbrook hvíldi í um átta mínútur áður en hann kom aftur inn á í fjórða leikhluta, en Oklahoma City náði að halda forystu sinni allt til leiksloka. Kevin Durant var stigahæstur í liði Oklahoma City með 27 stig.
NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira