Nýr forstjóri Opel 1. febrúar 2013 11:45 Nýr forstjóri Opel, Karl-Thomas Neumann Hefur það hlutverk að snúa við miklum taprekstri. General Motors, eigandi Opel, hefur ráðið Karl-Thomas Neumann sem forstjóra fyrirtækisins og tekur hann til starfa 1. mars. Karl-Thomas Neumann, sem er 51 árs gamall er einn af toppstjórnendum Volkswagen og hefur leitt mikinn vöxt þeirra í Kína. Við miklar hrókeringar hjá Volkswagen í stjórnendateymi þess seint á síðasta ári var litið framhjá Karl-Thomas Neumann og á það vafalaust hlut að máli við brotthvarf hans nú til Opel. Engu að síður var hann oft nefndur sem líklegur eftirmaður núverandi forstjóra Volkswagen, Martin Winterkorn, en það verður ekki í bráð. Allt frá því General Motors rak Karl-Friedrich Stracke úr forstjórastól Opel í júlí hefur leitin að nýjum forstjóra staðið yfir. Hlutverk nýja forstjórans verður að ná rekstri Opel á núllið árið 2015, en mikið tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Það verkefni mun innihalda lokanir á einhverjum af verksmiðjum Opel og erfiða samninga við verkalýðsfélög starfsfólks í þeim. Opel seldi 16% færri bíla í fyrra en árið 2011, eða alls 834.790 bíla. Það er verulega undir minnkuninni í Evrópu allri, sem nam 7,8%. Spáð er enn minni bílasölu í Evrópu í ár og sjötta árinu í röð sem bílasala minnkar í Evrópu. Þrátt fyrir það ætlar Opel að kynna 23 breytta eða nýja bíla til og með árinu 2016. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent
Hefur það hlutverk að snúa við miklum taprekstri. General Motors, eigandi Opel, hefur ráðið Karl-Thomas Neumann sem forstjóra fyrirtækisins og tekur hann til starfa 1. mars. Karl-Thomas Neumann, sem er 51 árs gamall er einn af toppstjórnendum Volkswagen og hefur leitt mikinn vöxt þeirra í Kína. Við miklar hrókeringar hjá Volkswagen í stjórnendateymi þess seint á síðasta ári var litið framhjá Karl-Thomas Neumann og á það vafalaust hlut að máli við brotthvarf hans nú til Opel. Engu að síður var hann oft nefndur sem líklegur eftirmaður núverandi forstjóra Volkswagen, Martin Winterkorn, en það verður ekki í bráð. Allt frá því General Motors rak Karl-Friedrich Stracke úr forstjórastól Opel í júlí hefur leitin að nýjum forstjóra staðið yfir. Hlutverk nýja forstjórans verður að ná rekstri Opel á núllið árið 2015, en mikið tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Það verkefni mun innihalda lokanir á einhverjum af verksmiðjum Opel og erfiða samninga við verkalýðsfélög starfsfólks í þeim. Opel seldi 16% færri bíla í fyrra en árið 2011, eða alls 834.790 bíla. Það er verulega undir minnkuninni í Evrópu allri, sem nam 7,8%. Spáð er enn minni bílasölu í Evrópu í ár og sjötta árinu í röð sem bílasala minnkar í Evrópu. Þrátt fyrir það ætlar Opel að kynna 23 breytta eða nýja bíla til og með árinu 2016.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent