Ferrari og Force India frumsýndu í dag Birgir Þór Harðarson skrifar 1. febrúar 2013 21:30 Nýi Ferrari-bíllinn heitir F138. nordicphotos/afp Ferrari-liðið svipti hulunni af nýja keppnisbíl liðsins sem þeir Fernando Alonso og Felipe Massa munu aka í sumar. Bílinn kalla þeir F138 og er hann þróaður út frá hönnun bílsins sem notaður var í fyrra. Afturendi bílsins hefur verið endurhannaður til þess að hægt væri að útfæra pústkerfið á annan hátt en gert var í fyrra. Þá hefur loftinntökunum verið breytt til þess að auka virkni loftflæðisins yfir bílinn. Ferrari-liðið notaði vindgöng Toyota í Köln í Þýskalandi til þess að fikra sig áfram í tengslum við loftaflið en verið er að betrumbæta vindgöng liðsins í Maranello á Ítalíu. Force India-liðið frumsýndi einnig bílinn sinn í dag. Þá hafa fjögur lið frumsýnt bíla sína og eru tilbúin til að hefja æfingar á þriðjudaginn í næstu viku. Enn er óvíst hver mun aka við hlið Paul di Resta í sumar. Bílar Ferrari og Force India eiga það sameiginlegt að hafa ekki tröppu fyrir aftan framtrjónu bílanna. Bæði lið notuðu þá útfærslu í fyrra en hún fór illa í aðdáendur Formúlu 1. Lotus-liðið er eitt þeirra liða sem þegar hafa frumsýnt keppnisbíla sína fyrir árið 2013 sem halda sig við tröppuna. Það að trappan sé horfin á bílum Ferrari og Force India þýðir aðeins að yfirbygging bílsins hefur verið lækkuð. McLaren var eitt þeirra liða, utan Marussia, sem hafði ekki tröppu á bíl sínum í fyrra. Þeir hækkuðu aftur á móti yfirbyggingu MP4-28 bílsins án þess þó að þurfa að nota tröppuna.Di Resta mun aka fyrir Force India í sumar en ekki er víst hver mun aka við hlið hans.nordicphotos/afpFerrari-bíll ársins er glæsilegur. Formúla Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ferrari-liðið svipti hulunni af nýja keppnisbíl liðsins sem þeir Fernando Alonso og Felipe Massa munu aka í sumar. Bílinn kalla þeir F138 og er hann þróaður út frá hönnun bílsins sem notaður var í fyrra. Afturendi bílsins hefur verið endurhannaður til þess að hægt væri að útfæra pústkerfið á annan hátt en gert var í fyrra. Þá hefur loftinntökunum verið breytt til þess að auka virkni loftflæðisins yfir bílinn. Ferrari-liðið notaði vindgöng Toyota í Köln í Þýskalandi til þess að fikra sig áfram í tengslum við loftaflið en verið er að betrumbæta vindgöng liðsins í Maranello á Ítalíu. Force India-liðið frumsýndi einnig bílinn sinn í dag. Þá hafa fjögur lið frumsýnt bíla sína og eru tilbúin til að hefja æfingar á þriðjudaginn í næstu viku. Enn er óvíst hver mun aka við hlið Paul di Resta í sumar. Bílar Ferrari og Force India eiga það sameiginlegt að hafa ekki tröppu fyrir aftan framtrjónu bílanna. Bæði lið notuðu þá útfærslu í fyrra en hún fór illa í aðdáendur Formúlu 1. Lotus-liðið er eitt þeirra liða sem þegar hafa frumsýnt keppnisbíla sína fyrir árið 2013 sem halda sig við tröppuna. Það að trappan sé horfin á bílum Ferrari og Force India þýðir aðeins að yfirbygging bílsins hefur verið lækkuð. McLaren var eitt þeirra liða, utan Marussia, sem hafði ekki tröppu á bíl sínum í fyrra. Þeir hækkuðu aftur á móti yfirbyggingu MP4-28 bílsins án þess þó að þurfa að nota tröppuna.Di Resta mun aka fyrir Force India í sumar en ekki er víst hver mun aka við hlið hans.nordicphotos/afpFerrari-bíll ársins er glæsilegur.
Formúla Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira