Ferrari og Force India frumsýndu í dag Birgir Þór Harðarson skrifar 1. febrúar 2013 21:30 Nýi Ferrari-bíllinn heitir F138. nordicphotos/afp Ferrari-liðið svipti hulunni af nýja keppnisbíl liðsins sem þeir Fernando Alonso og Felipe Massa munu aka í sumar. Bílinn kalla þeir F138 og er hann þróaður út frá hönnun bílsins sem notaður var í fyrra. Afturendi bílsins hefur verið endurhannaður til þess að hægt væri að útfæra pústkerfið á annan hátt en gert var í fyrra. Þá hefur loftinntökunum verið breytt til þess að auka virkni loftflæðisins yfir bílinn. Ferrari-liðið notaði vindgöng Toyota í Köln í Þýskalandi til þess að fikra sig áfram í tengslum við loftaflið en verið er að betrumbæta vindgöng liðsins í Maranello á Ítalíu. Force India-liðið frumsýndi einnig bílinn sinn í dag. Þá hafa fjögur lið frumsýnt bíla sína og eru tilbúin til að hefja æfingar á þriðjudaginn í næstu viku. Enn er óvíst hver mun aka við hlið Paul di Resta í sumar. Bílar Ferrari og Force India eiga það sameiginlegt að hafa ekki tröppu fyrir aftan framtrjónu bílanna. Bæði lið notuðu þá útfærslu í fyrra en hún fór illa í aðdáendur Formúlu 1. Lotus-liðið er eitt þeirra liða sem þegar hafa frumsýnt keppnisbíla sína fyrir árið 2013 sem halda sig við tröppuna. Það að trappan sé horfin á bílum Ferrari og Force India þýðir aðeins að yfirbygging bílsins hefur verið lækkuð. McLaren var eitt þeirra liða, utan Marussia, sem hafði ekki tröppu á bíl sínum í fyrra. Þeir hækkuðu aftur á móti yfirbyggingu MP4-28 bílsins án þess þó að þurfa að nota tröppuna.Di Resta mun aka fyrir Force India í sumar en ekki er víst hver mun aka við hlið hans.nordicphotos/afpFerrari-bíll ársins er glæsilegur. Formúla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ferrari-liðið svipti hulunni af nýja keppnisbíl liðsins sem þeir Fernando Alonso og Felipe Massa munu aka í sumar. Bílinn kalla þeir F138 og er hann þróaður út frá hönnun bílsins sem notaður var í fyrra. Afturendi bílsins hefur verið endurhannaður til þess að hægt væri að útfæra pústkerfið á annan hátt en gert var í fyrra. Þá hefur loftinntökunum verið breytt til þess að auka virkni loftflæðisins yfir bílinn. Ferrari-liðið notaði vindgöng Toyota í Köln í Þýskalandi til þess að fikra sig áfram í tengslum við loftaflið en verið er að betrumbæta vindgöng liðsins í Maranello á Ítalíu. Force India-liðið frumsýndi einnig bílinn sinn í dag. Þá hafa fjögur lið frumsýnt bíla sína og eru tilbúin til að hefja æfingar á þriðjudaginn í næstu viku. Enn er óvíst hver mun aka við hlið Paul di Resta í sumar. Bílar Ferrari og Force India eiga það sameiginlegt að hafa ekki tröppu fyrir aftan framtrjónu bílanna. Bæði lið notuðu þá útfærslu í fyrra en hún fór illa í aðdáendur Formúlu 1. Lotus-liðið er eitt þeirra liða sem þegar hafa frumsýnt keppnisbíla sína fyrir árið 2013 sem halda sig við tröppuna. Það að trappan sé horfin á bílum Ferrari og Force India þýðir aðeins að yfirbygging bílsins hefur verið lækkuð. McLaren var eitt þeirra liða, utan Marussia, sem hafði ekki tröppu á bíl sínum í fyrra. Þeir hækkuðu aftur á móti yfirbyggingu MP4-28 bílsins án þess þó að þurfa að nota tröppuna.Di Resta mun aka fyrir Force India í sumar en ekki er víst hver mun aka við hlið hans.nordicphotos/afpFerrari-bíll ársins er glæsilegur.
Formúla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira