Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardagann gegn Jorge Santiago frá Brasilíu í UFC-keppninni sem fram fer á Wembley næsta laugardag. Gunnar hefur æft stíft með keppnisliði Mjölnis undanfarna mánuði.
Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins fylgdist með átökunum í Mjölniskastalanum í vikunni þegar Gunnar tók á því með Cathal Pendred frá Írlandi. Pendred er afar fær MMA-kappi og mun sjálfur gera atlögu að Cage Warrior titlinum í byrjun mars.
Viðtal við John Kavanagh, þjálfara Gunnars, má finna í Fréttablaðinu í dag.
Gunnar Nelson í búrinu | Myndir

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti