Í lífshættu eftir slys á X Games Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2013 10:15 Caleb Moore liggur hér í brekkunni eftir að hafa fengið sleðann yfir sig. Mynd/AP Þrír keppendur, þar af tveir bræður, slösuðust í snjósleðakeppnum á X Games-leikunum í Bandaríkjunum um helgina. Annar bróðurinn, Caleb Moore, er í lífshættu. Moore, sem er 25 ára gamall, lenti illa eftir stökk á fimmtudaginn. Hann lenti harkalega með andlitið í snjóinn og fékk svo sleðann yfir sig. Í fyrstu virtist hann ekki hafa slasast illa þar sem að hann gat gengið í burtu. Hann var fluttur upp á sjúkrahús þar sem hann var greindur með heilahristing. En stuttu síðar blæddi inn á hjarta Moore og sagði fjölskylda hans að höfuðmeiðsli hans væru verri en í fyrstu var talið. Og nú segir afi hans, Charles Moore, að líðan hans sé slæm. „Batahorfur eru alls ekki góðar. Ég er nánast viss um að hann muni ekki hafa það af," hafði AP-fréttastofan eftir Moore. Talsmaður fjölskyldunnar vildi ekki tjá sig um líðan Caleb í yfirlýsingu í gær, en þakkaði bataóskir og kveðjur. Colten Moore, yngri bróðir Caleb, slasaðist einnig illa á mjöðm í keppninni um helgina. Þá átti sér stað atvik á sunnudag þar sem að snjósleðakappi lenti illa en eftir stökkið festist bensíngjöfin í sleðanum sem ók mannlaus inn í hóp áhorfenda. Forráðamenn X Games-leikanna segjast gera eins miklar öryggisráðstafanir og mögulegt er en að slysahættan sé og muni ávallt vera til staðar. „Á X Games eru mestu öfgahliðar íþróttarinnar okkar til sýnis," sagði Tucker Hibbert, margfaldur sigurvegari í snjósleðakeppnum á X Games. Fleiri slys hafa átt sér stað á X Games og í fleiri greinum en í snjósleðakeppnum. Snjóbrettakappinn Halldór Helgason frá Akureyri fékk heilahristing eftir slæma lendingu í Big Air-stökkkeppninni á aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á sjúkrahús og þarf að taka því rólega næstu tvær vikurnar. Íþróttir Tengdar fréttir Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20 Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28 "Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26 Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Þrír keppendur, þar af tveir bræður, slösuðust í snjósleðakeppnum á X Games-leikunum í Bandaríkjunum um helgina. Annar bróðurinn, Caleb Moore, er í lífshættu. Moore, sem er 25 ára gamall, lenti illa eftir stökk á fimmtudaginn. Hann lenti harkalega með andlitið í snjóinn og fékk svo sleðann yfir sig. Í fyrstu virtist hann ekki hafa slasast illa þar sem að hann gat gengið í burtu. Hann var fluttur upp á sjúkrahús þar sem hann var greindur með heilahristing. En stuttu síðar blæddi inn á hjarta Moore og sagði fjölskylda hans að höfuðmeiðsli hans væru verri en í fyrstu var talið. Og nú segir afi hans, Charles Moore, að líðan hans sé slæm. „Batahorfur eru alls ekki góðar. Ég er nánast viss um að hann muni ekki hafa það af," hafði AP-fréttastofan eftir Moore. Talsmaður fjölskyldunnar vildi ekki tjá sig um líðan Caleb í yfirlýsingu í gær, en þakkaði bataóskir og kveðjur. Colten Moore, yngri bróðir Caleb, slasaðist einnig illa á mjöðm í keppninni um helgina. Þá átti sér stað atvik á sunnudag þar sem að snjósleðakappi lenti illa en eftir stökkið festist bensíngjöfin í sleðanum sem ók mannlaus inn í hóp áhorfenda. Forráðamenn X Games-leikanna segjast gera eins miklar öryggisráðstafanir og mögulegt er en að slysahættan sé og muni ávallt vera til staðar. „Á X Games eru mestu öfgahliðar íþróttarinnar okkar til sýnis," sagði Tucker Hibbert, margfaldur sigurvegari í snjósleðakeppnum á X Games. Fleiri slys hafa átt sér stað á X Games og í fleiri greinum en í snjósleðakeppnum. Snjóbrettakappinn Halldór Helgason frá Akureyri fékk heilahristing eftir slæma lendingu í Big Air-stökkkeppninni á aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á sjúkrahús og þarf að taka því rólega næstu tvær vikurnar.
Íþróttir Tengdar fréttir Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20 Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28 "Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26 Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20
Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53
Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28
"Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26
Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00