Gerðum eins gott tilboð og við gátum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. janúar 2013 16:50 Bjarni Júlíusson er formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Mynd / Anton "Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur sendi einfaldlega ábyrgt tilboð sem félagið treystir sér til að standa við," segir Bjarni Júlíusson, formaður félagsins um tilboð í leigu Norðurár. Ofangreint kemur fram í yfirlýsingu Bjarna á vef SVFR. Eins og komið hefur fram reyndust tilboð frá SVFR vera þau einu gildu þegar tilboðin í Norðurá voru opnuð í gær. Annað tilboðið frá SVFR var frá félaginu sjálfu en hitt frá dótturfélaginu SVFR ehf. Fram á vefnum votnogveidi.is í að tilboðið frá SVFR ehf.var 83,5 milljónir króna en frá félaginu sjálfu 76,5 milljónir. "Munurinn á tilboðum SVFR og SVFR ehf. felst í þáttum er lúta að sölufyrirkomulagi og hvernig staðið verði að endurnýjun á húsakosti við ána," útskýrir Bjarni í yfirlýsingunni. "Norðurá er glæsileg á og félaginu mikilvæg. Þarna veiða hundruð félagsmanna á ári hverju og hafa margir hverjir gert um árabil. Þess vegna tókum við þátt í útboðinu, við teygðum okkur eins og við töldum skynsamlegt og gerðum eins gott tilboð og við gátum," segir Bjarni ennfremur. Þá kveður Bjarni stjórn SVFR vonast til að ná farsælli lendingu með Veiðifélagi Norðurár "enda höfum við átt gott og traust samstarf við veiðifélagið í nærri 67 ár." Stangveiði Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði
"Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur sendi einfaldlega ábyrgt tilboð sem félagið treystir sér til að standa við," segir Bjarni Júlíusson, formaður félagsins um tilboð í leigu Norðurár. Ofangreint kemur fram í yfirlýsingu Bjarna á vef SVFR. Eins og komið hefur fram reyndust tilboð frá SVFR vera þau einu gildu þegar tilboðin í Norðurá voru opnuð í gær. Annað tilboðið frá SVFR var frá félaginu sjálfu en hitt frá dótturfélaginu SVFR ehf. Fram á vefnum votnogveidi.is í að tilboðið frá SVFR ehf.var 83,5 milljónir króna en frá félaginu sjálfu 76,5 milljónir. "Munurinn á tilboðum SVFR og SVFR ehf. felst í þáttum er lúta að sölufyrirkomulagi og hvernig staðið verði að endurnýjun á húsakosti við ána," útskýrir Bjarni í yfirlýsingunni. "Norðurá er glæsileg á og félaginu mikilvæg. Þarna veiða hundruð félagsmanna á ári hverju og hafa margir hverjir gert um árabil. Þess vegna tókum við þátt í útboðinu, við teygðum okkur eins og við töldum skynsamlegt og gerðum eins gott tilboð og við gátum," segir Bjarni ennfremur. Þá kveður Bjarni stjórn SVFR vonast til að ná farsælli lendingu með Veiðifélagi Norðurár "enda höfum við átt gott og traust samstarf við veiðifélagið í nærri 67 ár."
Stangveiði Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði