Merkel hvatti leiðtoga til þess að halda einbeitingu Magnús Halldórsson skrifar 25. janúar 2013 01:04 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti leiðtoga úr stjórnmálum og atvinnulífi, sem eru samankomnir í Davos í Sviss, til þess að halda einbeitingu og hugsa um að bæta efnahagsástandið í löndum sínum. Beindi hún orðum sínum ekki síst til stjórnmálaleiðtoga Evrópu, sem hún sagði að hefðu skyldum að gegna, og þeir mættu ekki missa móðinn. Í frétt New York Times kemur fram að Merkel hefði lagt áherslu á að stjórnmálaleiðtogar þyrftu að hafa úthald og hafa trú á þeim áætlunum sem þegar hefðu verið samþykktar til þess að bæta stöðu efnahagsmála, ekki síst í Evrópu. „Seðlabanki Evrópu hefur gert mikið [...] Það hvílir á okkur pólitísk skylda að vinnuna heimavinnuna okkar," sagði Merkel m.a. í ræðu sinni. Staða efnahagsmála í Evrópu hefur verið erfið undanfarin misseri, sé horft á meðaltalstölur fyrir álfuna. Atvinnuleysi mælist nú ríflega ellefu prósent, en mikill munur er þó að stöðu mála í Suður-Evrópu og Norður-Evrópu. Alvarlegust er staðan á Spáni, Ítalíu, Portúgal, Ítalíu og Grikklandi, en þrátt fyrir batamerki að undanförnu í þessum löndum er atvinnuleysi enn mikið. Á Spáni mælist nú tæplega 26 prósent atvinnuleysi, samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Sjá má frétt New York Times um ræðu Merkel hér. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti leiðtoga úr stjórnmálum og atvinnulífi, sem eru samankomnir í Davos í Sviss, til þess að halda einbeitingu og hugsa um að bæta efnahagsástandið í löndum sínum. Beindi hún orðum sínum ekki síst til stjórnmálaleiðtoga Evrópu, sem hún sagði að hefðu skyldum að gegna, og þeir mættu ekki missa móðinn. Í frétt New York Times kemur fram að Merkel hefði lagt áherslu á að stjórnmálaleiðtogar þyrftu að hafa úthald og hafa trú á þeim áætlunum sem þegar hefðu verið samþykktar til þess að bæta stöðu efnahagsmála, ekki síst í Evrópu. „Seðlabanki Evrópu hefur gert mikið [...] Það hvílir á okkur pólitísk skylda að vinnuna heimavinnuna okkar," sagði Merkel m.a. í ræðu sinni. Staða efnahagsmála í Evrópu hefur verið erfið undanfarin misseri, sé horft á meðaltalstölur fyrir álfuna. Atvinnuleysi mælist nú ríflega ellefu prósent, en mikill munur er þó að stöðu mála í Suður-Evrópu og Norður-Evrópu. Alvarlegust er staðan á Spáni, Ítalíu, Portúgal, Ítalíu og Grikklandi, en þrátt fyrir batamerki að undanförnu í þessum löndum er atvinnuleysi enn mikið. Á Spáni mælist nú tæplega 26 prósent atvinnuleysi, samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Sjá má frétt New York Times um ræðu Merkel hér.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira