Duncan valinn í Stjörnuleikinn í fjórtánda sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2013 09:45 Tim Duncan. Mynd/Nordic Photos/Getty NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í gær hvaða sjö leikmenn bættust í hvort Stjörnulið fyrir Stjörnuleik deildarinnar sem fram fer í Houston í næsta mánuði. Fimm leikmenn Austurstrandarinnar voru valdir í Stjörnuleik í fyrsta sinn en James Harden er eini nýliðinn í liði Vesturstrandarinnar. Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í sinn fjórtánda Stjörnuleik en liðsfélagi hans Tony Parker er einnig meðal varamanna Vesturdeildarinnar. San Antonio er eitt af fjórum liðum sem á tvo leikmenn í liði Vestursins en hin eru Los Angeles Clippers, Los Angeles Lakers og Oklahoma City Thunder. Duncan var ekki valinn í fyrra en hefur átt magnað tímabil 36 ára gamall þar sem hann er með 17,5 stig, 9,8 fráköst og 2,7 varin skot að meðaltali í leik. Heimamaðurinn James Harden var valinn í fyrsta sinn í Stjörnuleik og mun þar spila á ný með Kevin Durant og Russell Westbrook, fyrrum félögum sínum hjá Oklahoma City Thunder. Nýliðar í liði Austurstrandarinnar eru Joakim Noah, Tyson Chandler, Paul George, Kyrie Irving og Jrue Holiday. Chris Bosh var valinn í sinn áttunda Stjörnuleik og sér til þess að Miami Heat á þrjá fulltrúa í leiknum því Dwyane Wade og LeBron James eru báðir í byrjunarliðinu. Stephen Curry hefur verið frábær hjá Golden State Warroirs og er með 20,9 stig og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik en það dugaði honum ekki til þess að vera valinn. Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar sem ekki kemst í Stjörnuleikinn í ár. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem taka þátt í Stjörnuleiknum 2013 sem fer fram í Toyota Center í Houston 17. febrúar næstkomandi.Lið Austurstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Rajon Rondo, Boston Celtics (4. sinn) Bakvörður - Dwyane Wade, Miami Heat (9.) Framherji - LeBron James, Miami Heat (9.) Framherji - Carmelo Anthony, New York Knicks (6.) Framherji - Kevin Garnett, Boston Celtics (15.)Varamenn: Framherji - Chris Bosh, Miami Heat (8.) Miðherji - Tyson Chandler, New York Knicks (Nýliði) Framherji - Luol Deng, Chicago Bulls (2.) Framherji - Paul George, Indiana Pacers (Nýliði) Bakvörður - Jrue Holiday, Philadelphia 76ers (Nýliði) Bakvörður - Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (Nýliði) Miðherji - Joakim Noah, Chicago Bulls (Nýliði)Lið Vesturstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Chris Paul, Los Angeles Clippers (6. sinn) Bakvörður - Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (15.) Framherji - Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (4.) Framherji - Blake Griffin, Los Angeles Clippers (3.) Miðherji - Dwight Howard, Los Angeles Lakers (7.)Varamenn: Framherji - LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers (2.) Framherji - Tim Duncan, San Antonio Spurs (14.) Bakvörður - James Harden, Houston Rockets (Nýliði) Framherji - David Lee, Golden State Warriors (2.) Bakvörður - Tony Parker, San Antonio Spurs (5.) Framherji - Zach Randolph, Memphis Grizzlies (2.) Bakvörður - Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (3.) NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í gær hvaða sjö leikmenn bættust í hvort Stjörnulið fyrir Stjörnuleik deildarinnar sem fram fer í Houston í næsta mánuði. Fimm leikmenn Austurstrandarinnar voru valdir í Stjörnuleik í fyrsta sinn en James Harden er eini nýliðinn í liði Vesturstrandarinnar. Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í sinn fjórtánda Stjörnuleik en liðsfélagi hans Tony Parker er einnig meðal varamanna Vesturdeildarinnar. San Antonio er eitt af fjórum liðum sem á tvo leikmenn í liði Vestursins en hin eru Los Angeles Clippers, Los Angeles Lakers og Oklahoma City Thunder. Duncan var ekki valinn í fyrra en hefur átt magnað tímabil 36 ára gamall þar sem hann er með 17,5 stig, 9,8 fráköst og 2,7 varin skot að meðaltali í leik. Heimamaðurinn James Harden var valinn í fyrsta sinn í Stjörnuleik og mun þar spila á ný með Kevin Durant og Russell Westbrook, fyrrum félögum sínum hjá Oklahoma City Thunder. Nýliðar í liði Austurstrandarinnar eru Joakim Noah, Tyson Chandler, Paul George, Kyrie Irving og Jrue Holiday. Chris Bosh var valinn í sinn áttunda Stjörnuleik og sér til þess að Miami Heat á þrjá fulltrúa í leiknum því Dwyane Wade og LeBron James eru báðir í byrjunarliðinu. Stephen Curry hefur verið frábær hjá Golden State Warroirs og er með 20,9 stig og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik en það dugaði honum ekki til þess að vera valinn. Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar sem ekki kemst í Stjörnuleikinn í ár. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem taka þátt í Stjörnuleiknum 2013 sem fer fram í Toyota Center í Houston 17. febrúar næstkomandi.Lið Austurstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Rajon Rondo, Boston Celtics (4. sinn) Bakvörður - Dwyane Wade, Miami Heat (9.) Framherji - LeBron James, Miami Heat (9.) Framherji - Carmelo Anthony, New York Knicks (6.) Framherji - Kevin Garnett, Boston Celtics (15.)Varamenn: Framherji - Chris Bosh, Miami Heat (8.) Miðherji - Tyson Chandler, New York Knicks (Nýliði) Framherji - Luol Deng, Chicago Bulls (2.) Framherji - Paul George, Indiana Pacers (Nýliði) Bakvörður - Jrue Holiday, Philadelphia 76ers (Nýliði) Bakvörður - Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (Nýliði) Miðherji - Joakim Noah, Chicago Bulls (Nýliði)Lið Vesturstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Chris Paul, Los Angeles Clippers (6. sinn) Bakvörður - Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (15.) Framherji - Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (4.) Framherji - Blake Griffin, Los Angeles Clippers (3.) Miðherji - Dwight Howard, Los Angeles Lakers (7.)Varamenn: Framherji - LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers (2.) Framherji - Tim Duncan, San Antonio Spurs (14.) Bakvörður - James Harden, Houston Rockets (Nýliði) Framherji - David Lee, Golden State Warriors (2.) Bakvörður - Tony Parker, San Antonio Spurs (5.) Framherji - Zach Randolph, Memphis Grizzlies (2.) Bakvörður - Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (3.)
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira