NBA: Loksins sigur hjá Lakers - Boston tapaði niður 27 stiga forystu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2013 11:00 Mynd/NordicPhotos/Getty Los Angeles Lakers vann loksins leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir fjóra tapleiki í röð en Boston Celtics þurfti að sætta sig við sjötta tapið í röð eftir tvíframlengdan leik þrátt fyrir að vera 27 stigum yfir í fyrri hálfleiknum. Miami Heat vann fjórða leikinn í röð, Chicago Bulls stöðvaði sigurgöngu Golden State Warriors og Memphis fór létt með Brooklyn Nets. Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs unnu bæði sína leiki.Dwight Howard var með 17 stig og 13 fráköst og Metta World Peace skoraði 17 stig og fimm þrista þegar Los Angeles Lakers vann 102-84 heimasigur á Utah Jazz. Kobe Bryant var með 14 stig, 14 stoðsendingar og 9 fráköst og þeir Steve Nash og Pau Gasol skoruðu báðir fimmtán stig. Derrick Favours var stigahæstur hjá Utah með 14 stig sem hafði unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum fyrir þennan leik.Kyle Korver skoraði 27 stig þegar Atlanta Hawks vann 123-111 heimasigur á Boston Celtics eftir tvíframlengdan leik en þetta var sjötti tapleikur Boston-liðsins í röð. Korver skoraði átta þriggja stiga körfur í seinni hálfleiknum þara af fimm þeirra í fjórða leikhlutanum. Jeff Teague skoraði 23 stig, Al Horford var með 24 stig og 13 fráköst og Josh Smith skoraði 17 stig og tók 14 fráköst. Kevin Garnett var með 24 stig og 10 fráköst hjá Boston og Rajon Rondo náði fimmtu þrennu sinni á tímabilinu; 16 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst.Dwyane Wade skoraði 29 stig þegar Miami Heat vann 110-88 heimasigur á Detroit Pistons en LeBron James bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum. Þetta var fjórði sigur Miami í röð og 18 heimasigurinn í 21 leik á tímabilinu.Kirk Hinrich skoraði 25 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum þegar Chicago Bulls vann 103-87 heimasigur á liði Golden State Warriors sem var búið að vinna þrjá leiki í röð. Nate Robinson skoraði 22 stig fyrir Chicago en hjá Golden State var David Lee með 23 stig og Stephen Curry skoraði 21 stig. Þrír leikmenn Bulls voru með tvennur en það voru þeir Jimmy Butler (16 stig og 12 fráköst), Carlos Boozer (15 stig og 13 fráköst) og Joakim Noah (14 stig og 16 fráköst).Kevin Durant var með 24 stig og 11 fráköst, Kevin Martin skoraði 24 stig og Russell Westbrook bætti við 18 stigum og 14 stoðsendingum þegar Oklahoma City Thunder vann 105-95 útisigur á Sacramento Kings. Thunder-liðið er búið að vinna 8 af 10 síðustu leikjum og er komið með besta árangurinn ío deildinni.Tony Parker fékk skurð fyrir ofan augað en snéri aftur og var alls með 23 stig í 113-107 útisigri San Antonio Spurs á Dallas Mavericks. Tim Duncan lék ekki vegna meiðsla en DeJuan Blair skoraði 22 stig fyrir Spurs. Rodrigue Beaubois var atkvæðamestur hjá Dallas með 19 stig.Marc Gasol skoraði 20 stig og tók 9 fráköst þegar Memphis Gizzlies vann 101-77 stórsigur á Brooklyn Nets. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 18 stig. Memphis er komið aftur í gang en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Minnesota Timberwolves 114-101 Atlanta Hawks - Boston Celtics 123-111 (tvíframlengt) Miami Heat - Detroit Pistons 110-88 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 113-108 Chicago Bulls - Golden State Warriors 103-87 Memphis Grizzlies - Brooklyn Nets 101-77 New Orleans Hornets - Houston Rockets 82-100 Dallas Mavericks - San Antonio Spurs 107-113 Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 95-105 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 102-84 NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira
Los Angeles Lakers vann loksins leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir fjóra tapleiki í röð en Boston Celtics þurfti að sætta sig við sjötta tapið í röð eftir tvíframlengdan leik þrátt fyrir að vera 27 stigum yfir í fyrri hálfleiknum. Miami Heat vann fjórða leikinn í röð, Chicago Bulls stöðvaði sigurgöngu Golden State Warriors og Memphis fór létt með Brooklyn Nets. Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs unnu bæði sína leiki.Dwight Howard var með 17 stig og 13 fráköst og Metta World Peace skoraði 17 stig og fimm þrista þegar Los Angeles Lakers vann 102-84 heimasigur á Utah Jazz. Kobe Bryant var með 14 stig, 14 stoðsendingar og 9 fráköst og þeir Steve Nash og Pau Gasol skoruðu báðir fimmtán stig. Derrick Favours var stigahæstur hjá Utah með 14 stig sem hafði unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum fyrir þennan leik.Kyle Korver skoraði 27 stig þegar Atlanta Hawks vann 123-111 heimasigur á Boston Celtics eftir tvíframlengdan leik en þetta var sjötti tapleikur Boston-liðsins í röð. Korver skoraði átta þriggja stiga körfur í seinni hálfleiknum þara af fimm þeirra í fjórða leikhlutanum. Jeff Teague skoraði 23 stig, Al Horford var með 24 stig og 13 fráköst og Josh Smith skoraði 17 stig og tók 14 fráköst. Kevin Garnett var með 24 stig og 10 fráköst hjá Boston og Rajon Rondo náði fimmtu þrennu sinni á tímabilinu; 16 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst.Dwyane Wade skoraði 29 stig þegar Miami Heat vann 110-88 heimasigur á Detroit Pistons en LeBron James bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum. Þetta var fjórði sigur Miami í röð og 18 heimasigurinn í 21 leik á tímabilinu.Kirk Hinrich skoraði 25 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum þegar Chicago Bulls vann 103-87 heimasigur á liði Golden State Warriors sem var búið að vinna þrjá leiki í röð. Nate Robinson skoraði 22 stig fyrir Chicago en hjá Golden State var David Lee með 23 stig og Stephen Curry skoraði 21 stig. Þrír leikmenn Bulls voru með tvennur en það voru þeir Jimmy Butler (16 stig og 12 fráköst), Carlos Boozer (15 stig og 13 fráköst) og Joakim Noah (14 stig og 16 fráköst).Kevin Durant var með 24 stig og 11 fráköst, Kevin Martin skoraði 24 stig og Russell Westbrook bætti við 18 stigum og 14 stoðsendingum þegar Oklahoma City Thunder vann 105-95 útisigur á Sacramento Kings. Thunder-liðið er búið að vinna 8 af 10 síðustu leikjum og er komið með besta árangurinn ío deildinni.Tony Parker fékk skurð fyrir ofan augað en snéri aftur og var alls með 23 stig í 113-107 útisigri San Antonio Spurs á Dallas Mavericks. Tim Duncan lék ekki vegna meiðsla en DeJuan Blair skoraði 22 stig fyrir Spurs. Rodrigue Beaubois var atkvæðamestur hjá Dallas með 19 stig.Marc Gasol skoraði 20 stig og tók 9 fráköst þegar Memphis Gizzlies vann 101-77 stórsigur á Brooklyn Nets. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 18 stig. Memphis er komið aftur í gang en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Minnesota Timberwolves 114-101 Atlanta Hawks - Boston Celtics 123-111 (tvíframlengt) Miami Heat - Detroit Pistons 110-88 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 113-108 Chicago Bulls - Golden State Warriors 103-87 Memphis Grizzlies - Brooklyn Nets 101-77 New Orleans Hornets - Houston Rockets 82-100 Dallas Mavericks - San Antonio Spurs 107-113 Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 95-105 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 102-84
NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira