Huffington Post fjallar ítarlega um íslensku ullarpeysuna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2013 09:30 Bandaríska útgáfa The Huffington Post setti inn ítarlega umfjöllun um íslensku ullarpeysuna á heimasíðu sína nú rétt fyrir helgi. Blaðamaður þar á bæ heimsótti Ísland fyrir stuttu og heillaðist af landi og þjóð. En mest heillaðist hún þó af ullarpeysunni góðu og sögunni á bak við hana.Blaðamaðurinn hefur orð á því að hún hafi séð peysurnar í öllum stærðum og gerðum ,,í næstum öllum búðum sem hún steig fæti inn í". Fréttin er mikið myndskreytt og greinilegt að hún hefur fylgst grannt með þeim sem urðu á vegi hennar í lopapeysum. Einnig talar hún um hvernig íslenska ullin er sérstök að því leyti að íslenska sauðkindin sé algjörlega hreinn kindastofn sem hafi haldið hita á þjóðinni í margar aldir.Það er því fremur kaldhæðnislegt þegar hún flettir ofan að því að peysan hafi í raun ekki komið fram á sjónarsviðið í núverandi mynd fyrr en upp úr 1950, þegar nóbelsfrúin Auður Laxness kom til landsins með svipaða peysu frá Grænlandi eftir heimsókn þar. Blaðamaðurinn virðist samt sem áður hafa mikið álit á peysunni og talar t.d. skemmtilega um flíspeysur og jakka í ullarpeysustíl sem Farmers Market og 66 gráður norður hafa sent frá sér. Greinina má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Bandaríska útgáfa The Huffington Post setti inn ítarlega umfjöllun um íslensku ullarpeysuna á heimasíðu sína nú rétt fyrir helgi. Blaðamaður þar á bæ heimsótti Ísland fyrir stuttu og heillaðist af landi og þjóð. En mest heillaðist hún þó af ullarpeysunni góðu og sögunni á bak við hana.Blaðamaðurinn hefur orð á því að hún hafi séð peysurnar í öllum stærðum og gerðum ,,í næstum öllum búðum sem hún steig fæti inn í". Fréttin er mikið myndskreytt og greinilegt að hún hefur fylgst grannt með þeim sem urðu á vegi hennar í lopapeysum. Einnig talar hún um hvernig íslenska ullin er sérstök að því leyti að íslenska sauðkindin sé algjörlega hreinn kindastofn sem hafi haldið hita á þjóðinni í margar aldir.Það er því fremur kaldhæðnislegt þegar hún flettir ofan að því að peysan hafi í raun ekki komið fram á sjónarsviðið í núverandi mynd fyrr en upp úr 1950, þegar nóbelsfrúin Auður Laxness kom til landsins með svipaða peysu frá Grænlandi eftir heimsókn þar. Blaðamaðurinn virðist samt sem áður hafa mikið álit á peysunni og talar t.d. skemmtilega um flíspeysur og jakka í ullarpeysustíl sem Farmers Market og 66 gráður norður hafa sent frá sér. Greinina má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira