Fyrsti tvinnbíll Subaru 27. janúar 2013 15:45 Verður kynntur á bílasýningunni í New York í mars. Í fyrra greindi Subaru frá því að í ár kæmi fram þeirra fyrsti tvinnbíll (Hybrid). Síðan þá hafa bílaáhugamenn velt því fyrir sér hvort Subaru myndi þróa eigin tvinnbúnað eða kaupa slíkan búnað frá öðrum, t.d. Toyota. Einnig var áleitið í hvaða bíl Subaru tvinntæknin myndi fyrst birtast, Forester, Legacy eða Outback, eða í nýjum bíl. Þriðja spurningin var svo hvort bíllinn væri ætlaður fyrir heimamarkað eða Bandaríkjamarkað. Nú eru komin svör við tveimur af þessum spurningum. Bíllinn mun verða með tvinntæknibúnað sem Subaru hefur þróað sjálft, hann mun bæði vera ætlaður fyrir heima- og Bandaríkjamarkað en svarið við því í hvaða bíl Subaru búnaðurinn fyrst birtist verður að bíða New York bílasýningarinnar 27. mars. Mögulega verður það í nýjum bíl Subaru sem byggir á Hybrid Tourer Concept bílnum sem Subaru kynnti á Tokyo bílasýningunni árið 2009 og sést á myndinni hér að ofan. Í þeim bíl var 2,0 lítra boxervél, 13 hestafla rafmagnsmótor og CVT skipting. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent
Verður kynntur á bílasýningunni í New York í mars. Í fyrra greindi Subaru frá því að í ár kæmi fram þeirra fyrsti tvinnbíll (Hybrid). Síðan þá hafa bílaáhugamenn velt því fyrir sér hvort Subaru myndi þróa eigin tvinnbúnað eða kaupa slíkan búnað frá öðrum, t.d. Toyota. Einnig var áleitið í hvaða bíl Subaru tvinntæknin myndi fyrst birtast, Forester, Legacy eða Outback, eða í nýjum bíl. Þriðja spurningin var svo hvort bíllinn væri ætlaður fyrir heimamarkað eða Bandaríkjamarkað. Nú eru komin svör við tveimur af þessum spurningum. Bíllinn mun verða með tvinntæknibúnað sem Subaru hefur þróað sjálft, hann mun bæði vera ætlaður fyrir heima- og Bandaríkjamarkað en svarið við því í hvaða bíl Subaru búnaðurinn fyrst birtist verður að bíða New York bílasýningarinnar 27. mars. Mögulega verður það í nýjum bíl Subaru sem byggir á Hybrid Tourer Concept bílnum sem Subaru kynnti á Tokyo bílasýningunni árið 2009 og sést á myndinni hér að ofan. Í þeim bíl var 2,0 lítra boxervél, 13 hestafla rafmagnsmótor og CVT skipting.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent