NBA í nótt: Lakers vann Oklahoma City Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2013 09:00 Kobe Bryant í leiknum í nótt. Mynd/AP LA Lakers vann einn sinn besta sigur á tímabilinu þegar að liðið hafði betur gegn Oklahoma City, 105-96, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tímabilið hefur verið mjög strembið hjá stjörnuliði Lakers en liðið er í tíunda sæti Vesturdeildarinnar með aðeins nítján sigra í 44 leikjum til þessa. Liðið hefur þó unnið nú unnið tvo leiki í röð og var sannfærandi í sigrinum gegn sterku liði Oklahoma City, einu besta liði tímabilsins til þessa, í nótt. Kobe Bryant var með 21 stig, fjórtán stoðsendingar og níu fráköst og þá var Steve Nash með sautján stig, þar af sjö á síðustu mínútum leiksins. Pau Gasol var sem fyrr í hlutverki varamanns en hann skoraði engu að síður sextán stig í leiknum í nótt. Lakers hafði tapað níu af síðustu ellefu leikjum sínum gegn Thunder en stigahæstur í liði gestanna var Kevin Durant með 35 stig. Þá var Russell Westbrook með sautján stig, þrettán stoðsendingar og níu fráköst. New York vann Sacramento, 106-104, þar sem Carmelo Anthony jafnaði félagsmet með því að setja niður níu þriggja stiga skot fyrir New York. Hann skoraði körfuna sem tryggði sigurinn um 12 sekúndum fyrir leikslok og var alls með 41 stig í leiknum. Josh Smith hefði getað tryggt Sacramento sigurinn en hann klikkaði á þriggja stiga skoti í lokasókn liðsins. Hann var með 20 stig en Jeff Teague var stigahæstur með 27 stig. LA Clippers vann Portland, 96-83, og batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu liðsins. Blake Griffin var með 23 stig og níu stoðsendingar en Chris Paul er enn frá vegna meiðsla, fjórða leikinn í röð.Úrslit næturinnar: Boston - Miami 100-98 LA Lakers - Oklahoma City 105-96 Orlando - Detroit 102-104 Memphis - New Orleans 83-91 New York - Atlanta 106-104 Dallas - Phoenix 110-95 LA Clippers - Portland 96-83 NBA Tengdar fréttir Boston lagði meistarana í tvíframlengdum leik Boston Celtics sigraði meistara Miami Heat 100-98 í tvíframlengdum leik liðanna í NBA körfuboltanum í kvöld. Paul Pierce fór fyrir Celtics með þrefaldri tvennu í fjarveru Rajon Rondo sem var greindur með slitið krossband á meðan leiknum stóð. 27. janúar 2013 21:21 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
LA Lakers vann einn sinn besta sigur á tímabilinu þegar að liðið hafði betur gegn Oklahoma City, 105-96, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tímabilið hefur verið mjög strembið hjá stjörnuliði Lakers en liðið er í tíunda sæti Vesturdeildarinnar með aðeins nítján sigra í 44 leikjum til þessa. Liðið hefur þó unnið nú unnið tvo leiki í röð og var sannfærandi í sigrinum gegn sterku liði Oklahoma City, einu besta liði tímabilsins til þessa, í nótt. Kobe Bryant var með 21 stig, fjórtán stoðsendingar og níu fráköst og þá var Steve Nash með sautján stig, þar af sjö á síðustu mínútum leiksins. Pau Gasol var sem fyrr í hlutverki varamanns en hann skoraði engu að síður sextán stig í leiknum í nótt. Lakers hafði tapað níu af síðustu ellefu leikjum sínum gegn Thunder en stigahæstur í liði gestanna var Kevin Durant með 35 stig. Þá var Russell Westbrook með sautján stig, þrettán stoðsendingar og níu fráköst. New York vann Sacramento, 106-104, þar sem Carmelo Anthony jafnaði félagsmet með því að setja niður níu þriggja stiga skot fyrir New York. Hann skoraði körfuna sem tryggði sigurinn um 12 sekúndum fyrir leikslok og var alls með 41 stig í leiknum. Josh Smith hefði getað tryggt Sacramento sigurinn en hann klikkaði á þriggja stiga skoti í lokasókn liðsins. Hann var með 20 stig en Jeff Teague var stigahæstur með 27 stig. LA Clippers vann Portland, 96-83, og batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu liðsins. Blake Griffin var með 23 stig og níu stoðsendingar en Chris Paul er enn frá vegna meiðsla, fjórða leikinn í röð.Úrslit næturinnar: Boston - Miami 100-98 LA Lakers - Oklahoma City 105-96 Orlando - Detroit 102-104 Memphis - New Orleans 83-91 New York - Atlanta 106-104 Dallas - Phoenix 110-95 LA Clippers - Portland 96-83
NBA Tengdar fréttir Boston lagði meistarana í tvíframlengdum leik Boston Celtics sigraði meistara Miami Heat 100-98 í tvíframlengdum leik liðanna í NBA körfuboltanum í kvöld. Paul Pierce fór fyrir Celtics með þrefaldri tvennu í fjarveru Rajon Rondo sem var greindur með slitið krossband á meðan leiknum stóð. 27. janúar 2013 21:21 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Boston lagði meistarana í tvíframlengdum leik Boston Celtics sigraði meistara Miami Heat 100-98 í tvíframlengdum leik liðanna í NBA körfuboltanum í kvöld. Paul Pierce fór fyrir Celtics með þrefaldri tvennu í fjarveru Rajon Rondo sem var greindur með slitið krossband á meðan leiknum stóð. 27. janúar 2013 21:21