Fótbolti

Aðeins tvö spænsk úrvalsdeildarlið hafa skorað meira en Messi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi skoraði fernu í 5-1 sigri Barcelona á Osasuna um helgina. Þar með er hann kominn upp í 33 mörk þetta tímabilið.

Aðeins tvö lið, fyrir utan Barcelona, hafa skorað meira en Messi á tímabilinu. Það eru Madrídarliðin Real og Atletico. Malaga hefur skorað jafn mörg og Messi en önnur færri.

Mörkin 33 hefur Messi skorað í 21 deildarleik á tímabilinu en næstur á markalistanum er Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid með 21 mark í 20 leikjum. Radamel Falcao, sóknarmaður Atletico Madrid, er enginn aukvisi heldur með átján mörk í jafn mörgum leikjum.

Ronaldo byrjaði daginn í gær með því að skora þrennu, en Messi svaraði því síðar um daginn með fernu.

Þetta var meðal þess sem Hjörtur Hjartarson og Guðmundur Benediktsson ræddu um í Boltanum á X-inu 977 í morgun en hlusta má á innslagið hér efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×