Eldvatn: Tilboð undir væntingum Trausti Hafliðason skrifar 29. janúar 2013 18:58 Hér sést erlendur veiðimaður setja flugu undir við Þórðarvörðuhyl í Eldvatni. Mynd / Eldvatn.is Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn. Jón Sigurgrímsson, formaður Veiðifélags Eldvatns, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um framhaldið. Veiðifélagið muni fara yfir tilboðin á fundi þann 9. febrúar og eftir hann mun skýrast hvort einhverju tilboðanna verði tekið eða hvort þeim verði hreinlega öllum hafnað. Hæsta tilboðið barst frá óstofnuðu veiðifélagi, sem gengur undir heitinu Unubót. Tilboðið hljóðar upp á um 5 milljónir króna. Óstofnað veiðifélag, sem gengur undir heitinu Verndarsjóður sjóbirtingsins, bauð 4 milljónir króna. Að lokum bauð Hreggnasi, sem er meðal annars með Grímsá og Laxá í Kjós á leigu, 2 milljónir króna. Taka verður inn í reikninginn að tilboðin voru með ýmsum ákvæðum meðal annars var tilboð Hreggnasa með ákvæði um ræktun árinnar. Vegna þessa eru „þessar krónutölur ansi fljótandi skulum við segja," segir Jón. Aðspurður segist Jón ekki halda að þeir sem standi á bak við óstofnuðu félögin reki einhver önnur veiðifélög. „Ég held að þetta séu bara miklir áhugamenn um veiði," segir hann. Óskað var eftir tilboðum í veiðina í Eldvatni frá og með árinu 2013 til og með 2019. Í Eldvatni, sem er um 20 kílómetrum frá Kirkjubæjarklaustri, er veitt á sex stangir frá 1. apríl til 10. október og er eingöngu heimil fluguveiði. Á síðasta ári kostaði stöngin á dýrasta tíma 17.700 krónur á dag en að meðaltali kostaði dagurinn ríflega 10.000 krónur.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Gljúfurá opnar vel eins og flestar ár á landinu Veiði 197 laxar gengnir í gegnum teljarann í Langá á Mýrum Veiði
Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn. Jón Sigurgrímsson, formaður Veiðifélags Eldvatns, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um framhaldið. Veiðifélagið muni fara yfir tilboðin á fundi þann 9. febrúar og eftir hann mun skýrast hvort einhverju tilboðanna verði tekið eða hvort þeim verði hreinlega öllum hafnað. Hæsta tilboðið barst frá óstofnuðu veiðifélagi, sem gengur undir heitinu Unubót. Tilboðið hljóðar upp á um 5 milljónir króna. Óstofnað veiðifélag, sem gengur undir heitinu Verndarsjóður sjóbirtingsins, bauð 4 milljónir króna. Að lokum bauð Hreggnasi, sem er meðal annars með Grímsá og Laxá í Kjós á leigu, 2 milljónir króna. Taka verður inn í reikninginn að tilboðin voru með ýmsum ákvæðum meðal annars var tilboð Hreggnasa með ákvæði um ræktun árinnar. Vegna þessa eru „þessar krónutölur ansi fljótandi skulum við segja," segir Jón. Aðspurður segist Jón ekki halda að þeir sem standi á bak við óstofnuðu félögin reki einhver önnur veiðifélög. „Ég held að þetta séu bara miklir áhugamenn um veiði," segir hann. Óskað var eftir tilboðum í veiðina í Eldvatni frá og með árinu 2013 til og með 2019. Í Eldvatni, sem er um 20 kílómetrum frá Kirkjubæjarklaustri, er veitt á sex stangir frá 1. apríl til 10. október og er eingöngu heimil fluguveiði. Á síðasta ári kostaði stöngin á dýrasta tíma 17.700 krónur á dag en að meðaltali kostaði dagurinn ríflega 10.000 krónur.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Gljúfurá opnar vel eins og flestar ár á landinu Veiði 197 laxar gengnir í gegnum teljarann í Langá á Mýrum Veiði