Volkswagen og BMW spáð mestum vexti 17. janúar 2013 17:06 Mikið flug er á Volkswagen nú og trú á að það haldi áfram Búist er við að Suzuki, Mazda, Mitsubishi og Subaru tapi hlutdeild. Könnun KMPG sem gerð var meðal hátt settra stjórnenda bílaframleiðslufyrirtækjanna bendir til að Volkswagen og BMW sé líklegust til að auka hlutdeild sína á bílamarkaðnum í heiminum næstu 5 árin. Þetta er fjórtánda árið í röð sem KPMG spyr um 200 stjórnendur í bílafyrirtækjunum að því hvaða fyrirtæki eru líklega til að auka eða tapa hlutdeild á næstu 5 árum. Efst á listanum trónir Volkswagen, en 81% þeirra hafa trú á vexti þess, 3% að hún muni minnka og 16% að hún muni standi í stað. Í öðru sæti er BMW með 70% trú á vexti og 5% trú á minnkun. Er þetta fyrsta skiptið sem BMW nær svo hátt á listanum. Athygli vekur að neðstu fyrirtækin á listanum er japönsku framleiðendurnir Suzuki, Mazda, Mitsubishi og Subaru. Allt aðra sögu er að segja af Toyota, en það er í fjórða sæti og Hyundai/Kia í því fimmta. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent
Búist er við að Suzuki, Mazda, Mitsubishi og Subaru tapi hlutdeild. Könnun KMPG sem gerð var meðal hátt settra stjórnenda bílaframleiðslufyrirtækjanna bendir til að Volkswagen og BMW sé líklegust til að auka hlutdeild sína á bílamarkaðnum í heiminum næstu 5 árin. Þetta er fjórtánda árið í röð sem KPMG spyr um 200 stjórnendur í bílafyrirtækjunum að því hvaða fyrirtæki eru líklega til að auka eða tapa hlutdeild á næstu 5 árum. Efst á listanum trónir Volkswagen, en 81% þeirra hafa trú á vexti þess, 3% að hún muni minnka og 16% að hún muni standi í stað. Í öðru sæti er BMW með 70% trú á vexti og 5% trú á minnkun. Er þetta fyrsta skiptið sem BMW nær svo hátt á listanum. Athygli vekur að neðstu fyrirtækin á listanum er japönsku framleiðendurnir Suzuki, Mazda, Mitsubishi og Subaru. Allt aðra sögu er að segja af Toyota, en það er í fjórða sæti og Hyundai/Kia í því fimmta.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent