Andrea Maack sendir frá sér nýtt ilmvatn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. janúar 2013 10:45 Sjötta ilmvatn íslensku listakonunnar Andreu Maack er væntanlegt til landsins í byrjun febrúar. Ilmurinn, sem ber nafnið COAL er innblásin af kolaverki, en öll ilmvötn Andreu eru unnin út frá teikningum eftir hana sjálfa. Eins og fyrri ilmvötnin verður COAL ætlað fyrir bæði kynin en þó segir Andrea að að ilmurinn verði ólíkur að vissu leiti.Andrea Maack.,,COAL er mjög mineral ilmvatn og er ætlað að fanga áhrif kolsins, svarta púðrið sem myndast þegar þau eru notuð og brotin sem verða til. Ég myndi segja að ilmurinn væri meira karlmannlegur og kaldur en þeir fyrri. Það er búið að vera mjög langt ferli að ná þessu alveg nákvæmlega eins og við vildum hafa það", segir Andrea, en hún vinnur náið með framleiðendum ilmvatnanna í Frakklandi og á Ítalíu.COAL verður einnig í öðruvísi pakkningum, en Andrea segir nýju umbúðirnar vera mun veglegri en áður. ,,Þær verða mismunandi skúlptúrar sem sem hannaðir eru út frá ólíkum teikningum. Þetta eru harðir kassar sem verður hægt að nota aftur og eru þar af leiðandi mun umhverfisvænni", en öll ilmvötnin verða komin í þennan nýja búning innan skamms.Ilmvötn Andreu hafa farið sigurför um heiminn og eru fáanleg í 20 löndum. Þau hafa átt sérstaklega mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjunum, en þar eru þau seld í tuttugu búðum víðsvegar um landið. Ilmirnir hafa einnig fengið umfjöllun í mörgum af stæstu tískublöðum heims, svo sem Vogue, Marie Claire og Costume.COAL verður fáanlegt, ásamt fyrri ilmvötnum Andreu, í Kronkron á Vatnsstíg og SPARK Design Space á Klapparstíg.COAL kolaverkið. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Sjötta ilmvatn íslensku listakonunnar Andreu Maack er væntanlegt til landsins í byrjun febrúar. Ilmurinn, sem ber nafnið COAL er innblásin af kolaverki, en öll ilmvötn Andreu eru unnin út frá teikningum eftir hana sjálfa. Eins og fyrri ilmvötnin verður COAL ætlað fyrir bæði kynin en þó segir Andrea að að ilmurinn verði ólíkur að vissu leiti.Andrea Maack.,,COAL er mjög mineral ilmvatn og er ætlað að fanga áhrif kolsins, svarta púðrið sem myndast þegar þau eru notuð og brotin sem verða til. Ég myndi segja að ilmurinn væri meira karlmannlegur og kaldur en þeir fyrri. Það er búið að vera mjög langt ferli að ná þessu alveg nákvæmlega eins og við vildum hafa það", segir Andrea, en hún vinnur náið með framleiðendum ilmvatnanna í Frakklandi og á Ítalíu.COAL verður einnig í öðruvísi pakkningum, en Andrea segir nýju umbúðirnar vera mun veglegri en áður. ,,Þær verða mismunandi skúlptúrar sem sem hannaðir eru út frá ólíkum teikningum. Þetta eru harðir kassar sem verður hægt að nota aftur og eru þar af leiðandi mun umhverfisvænni", en öll ilmvötnin verða komin í þennan nýja búning innan skamms.Ilmvötn Andreu hafa farið sigurför um heiminn og eru fáanleg í 20 löndum. Þau hafa átt sérstaklega mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjunum, en þar eru þau seld í tuttugu búðum víðsvegar um landið. Ilmirnir hafa einnig fengið umfjöllun í mörgum af stæstu tískublöðum heims, svo sem Vogue, Marie Claire og Costume.COAL verður fáanlegt, ásamt fyrri ilmvötnum Andreu, í Kronkron á Vatnsstíg og SPARK Design Space á Klapparstíg.COAL kolaverkið.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira