Andrea Maack sendir frá sér nýtt ilmvatn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. janúar 2013 10:45 Sjötta ilmvatn íslensku listakonunnar Andreu Maack er væntanlegt til landsins í byrjun febrúar. Ilmurinn, sem ber nafnið COAL er innblásin af kolaverki, en öll ilmvötn Andreu eru unnin út frá teikningum eftir hana sjálfa. Eins og fyrri ilmvötnin verður COAL ætlað fyrir bæði kynin en þó segir Andrea að að ilmurinn verði ólíkur að vissu leiti.Andrea Maack.,,COAL er mjög mineral ilmvatn og er ætlað að fanga áhrif kolsins, svarta púðrið sem myndast þegar þau eru notuð og brotin sem verða til. Ég myndi segja að ilmurinn væri meira karlmannlegur og kaldur en þeir fyrri. Það er búið að vera mjög langt ferli að ná þessu alveg nákvæmlega eins og við vildum hafa það", segir Andrea, en hún vinnur náið með framleiðendum ilmvatnanna í Frakklandi og á Ítalíu.COAL verður einnig í öðruvísi pakkningum, en Andrea segir nýju umbúðirnar vera mun veglegri en áður. ,,Þær verða mismunandi skúlptúrar sem sem hannaðir eru út frá ólíkum teikningum. Þetta eru harðir kassar sem verður hægt að nota aftur og eru þar af leiðandi mun umhverfisvænni", en öll ilmvötnin verða komin í þennan nýja búning innan skamms.Ilmvötn Andreu hafa farið sigurför um heiminn og eru fáanleg í 20 löndum. Þau hafa átt sérstaklega mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjunum, en þar eru þau seld í tuttugu búðum víðsvegar um landið. Ilmirnir hafa einnig fengið umfjöllun í mörgum af stæstu tískublöðum heims, svo sem Vogue, Marie Claire og Costume.COAL verður fáanlegt, ásamt fyrri ilmvötnum Andreu, í Kronkron á Vatnsstíg og SPARK Design Space á Klapparstíg.COAL kolaverkið. Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Sjötta ilmvatn íslensku listakonunnar Andreu Maack er væntanlegt til landsins í byrjun febrúar. Ilmurinn, sem ber nafnið COAL er innblásin af kolaverki, en öll ilmvötn Andreu eru unnin út frá teikningum eftir hana sjálfa. Eins og fyrri ilmvötnin verður COAL ætlað fyrir bæði kynin en þó segir Andrea að að ilmurinn verði ólíkur að vissu leiti.Andrea Maack.,,COAL er mjög mineral ilmvatn og er ætlað að fanga áhrif kolsins, svarta púðrið sem myndast þegar þau eru notuð og brotin sem verða til. Ég myndi segja að ilmurinn væri meira karlmannlegur og kaldur en þeir fyrri. Það er búið að vera mjög langt ferli að ná þessu alveg nákvæmlega eins og við vildum hafa það", segir Andrea, en hún vinnur náið með framleiðendum ilmvatnanna í Frakklandi og á Ítalíu.COAL verður einnig í öðruvísi pakkningum, en Andrea segir nýju umbúðirnar vera mun veglegri en áður. ,,Þær verða mismunandi skúlptúrar sem sem hannaðir eru út frá ólíkum teikningum. Þetta eru harðir kassar sem verður hægt að nota aftur og eru þar af leiðandi mun umhverfisvænni", en öll ilmvötnin verða komin í þennan nýja búning innan skamms.Ilmvötn Andreu hafa farið sigurför um heiminn og eru fáanleg í 20 löndum. Þau hafa átt sérstaklega mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjunum, en þar eru þau seld í tuttugu búðum víðsvegar um landið. Ilmirnir hafa einnig fengið umfjöllun í mörgum af stæstu tískublöðum heims, svo sem Vogue, Marie Claire og Costume.COAL verður fáanlegt, ásamt fyrri ilmvötnum Andreu, í Kronkron á Vatnsstíg og SPARK Design Space á Klapparstíg.COAL kolaverkið.
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira