Kobe: Langt síðan ég hef leikið betur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. janúar 2013 20:45 Mynd/Nordic Photos/Getty „Það er langt síðan ég hef leikið betur," sagði Kobe Bryant stórstjarna Los Angeles Lakers eftir æfingu í gær mánudag um frammistöðu sína það sem af er tímabilinu í NBA körfuboltanum. Kobe Bryant hefur aldrei hitt betur á 17 ára ferli sínum. Hann hefur hitt úr 47,8 prósent skota sinna það sem af er tímabilinu. Bryant er 34 ára gamall en það hefur ekki stoppað hann í að skora manna mest á tímabilinu en hann er stigahæstur með 30,1 stig að meðaltali í leik. Desember mánuður var einstakur fyrir hann. Aldrei á ferlinum hafði honum tekist að skora 33,79 stig að meðaltali í leik yfir mánuð á sama tíma og hann náði að hirða 5,57 fráköst og gaf 4,64 stoðsendingar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um mínútur. Ég spila meira en síðustu ár og ég er heill heilsu. „Ég hafði heilt sumar til að verða heill, komast í form, styrkja mig og ég held að það hafi mikið með þetta gera. Mataræðið skiptir líka sköpum," sagði Kobe en hann hefur leikið um 38,7 mínútur að meðaltali í leik, örlítið meira en undir stjórn Mike Brown á síðustu leiktíð en umtalsvert meira en þegar hann lék 33,9 mínútur að meðaltali á síðasta tímabili Phil Jackson með Lakers. Bryant segir sjálfur að hann hafi leikið „á einum fæti" á síðasta tímabili Jackson en margir töldu þá að ferill Bryant væri á hraðri niðurleið. „Ég lék allt í lagi miðað við að ég væri á einum fæti en þetta snérist líka um fækkun mínútna á vellinum. Það fór í taugarnar á mér að fólk segði að ferillinn væri á niðurleið þegar þetta snérist fyrst og fremst um færri mínútur. Ég tók það nærri mér og vildi mæta enn betri til leiks þetta tímabilið," sagði Kobe Bryant sem hefur lengi verið þekktur fyrir einstakt keppnisskap og vinnusemi. „Ég hef ekki tekið nein sérstök bætiefni til að hjálpa mér. Það sem ég geri er að æfa af krafti og passa mataræðið. Maður þarf að meta sig rétt. Menn halda að þeir geti farið út og gert það sama og þegar þeir voru ungir og borðað það sama og áður og viðurkenna ekki að það sem þú borðar hefur áhrif. „Ég hef verið heiðarlegur við sjálfan mig og skorið margt niður og borða mjög heilsusamlega. Það er ömurlegt en það er þess virði," sagði Kobe Bryant sem borðar ekki lengur það sama og hann gerði fyrir leikinn sögulega gegn Toronto Raptors þegar Bryant skoraði 81 stig. Þá borðaði hann pepperoni flatböku og drakk gos með. Nú er það magur fiskur, kjöt og grænmeti sem er uppistaða fæðu hans. NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Það er langt síðan ég hef leikið betur," sagði Kobe Bryant stórstjarna Los Angeles Lakers eftir æfingu í gær mánudag um frammistöðu sína það sem af er tímabilinu í NBA körfuboltanum. Kobe Bryant hefur aldrei hitt betur á 17 ára ferli sínum. Hann hefur hitt úr 47,8 prósent skota sinna það sem af er tímabilinu. Bryant er 34 ára gamall en það hefur ekki stoppað hann í að skora manna mest á tímabilinu en hann er stigahæstur með 30,1 stig að meðaltali í leik. Desember mánuður var einstakur fyrir hann. Aldrei á ferlinum hafði honum tekist að skora 33,79 stig að meðaltali í leik yfir mánuð á sama tíma og hann náði að hirða 5,57 fráköst og gaf 4,64 stoðsendingar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um mínútur. Ég spila meira en síðustu ár og ég er heill heilsu. „Ég hafði heilt sumar til að verða heill, komast í form, styrkja mig og ég held að það hafi mikið með þetta gera. Mataræðið skiptir líka sköpum," sagði Kobe en hann hefur leikið um 38,7 mínútur að meðaltali í leik, örlítið meira en undir stjórn Mike Brown á síðustu leiktíð en umtalsvert meira en þegar hann lék 33,9 mínútur að meðaltali á síðasta tímabili Phil Jackson með Lakers. Bryant segir sjálfur að hann hafi leikið „á einum fæti" á síðasta tímabili Jackson en margir töldu þá að ferill Bryant væri á hraðri niðurleið. „Ég lék allt í lagi miðað við að ég væri á einum fæti en þetta snérist líka um fækkun mínútna á vellinum. Það fór í taugarnar á mér að fólk segði að ferillinn væri á niðurleið þegar þetta snérist fyrst og fremst um færri mínútur. Ég tók það nærri mér og vildi mæta enn betri til leiks þetta tímabilið," sagði Kobe Bryant sem hefur lengi verið þekktur fyrir einstakt keppnisskap og vinnusemi. „Ég hef ekki tekið nein sérstök bætiefni til að hjálpa mér. Það sem ég geri er að æfa af krafti og passa mataræðið. Maður þarf að meta sig rétt. Menn halda að þeir geti farið út og gert það sama og þegar þeir voru ungir og borðað það sama og áður og viðurkenna ekki að það sem þú borðar hefur áhrif. „Ég hef verið heiðarlegur við sjálfan mig og skorið margt niður og borða mjög heilsusamlega. Það er ömurlegt en það er þess virði," sagði Kobe Bryant sem borðar ekki lengur það sama og hann gerði fyrir leikinn sögulega gegn Toronto Raptors þegar Bryant skoraði 81 stig. Þá borðaði hann pepperoni flatböku og drakk gos með. Nú er það magur fiskur, kjöt og grænmeti sem er uppistaða fæðu hans.
NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira