Eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi bakvið lás og slá 3. janúar 2013 06:52 Í rammgerðri hvelfingu í borginni Genf í Sviss er að finna eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi en verkin í því munu aldrei koma fyrir augu almennings. Um er að ræða öryggishvelfingu í ómerktri byggingu en þar geyma efnaðir einstaklingar listaverk sem þeir hafa keypt sem fjárfestingar. Talið er að listaverkin í hvelfingunni séu tuga ef ekki hundraða milljarða króna virði. Í umfjöllun í Jyllands Posten um málið segir að m.a. sé talið að um 300 listaverk eftir Picasso séu í hvelfingunni. Fjöldi þeirra tilheyrir Nahmad fjölskyldunni sem eru Gyðingar frá Líbanon búsettir í Mónakó. Haft hefur verið eftir einum af meðlimum fjölskyldunnar að kaup á Monet eða Picasso sé eins og að kaupa hluti í Microsoft eða Coca Cola. Í kjölfar kreppunnar hefur áhugi á að kaupa listaverk sem fjárfestingar aukist gífurlega. Áætlað er að slík kaup hafi numið tæplega 50 milljörðum evra eða vel yfir 8.000 milljörðum króna á síðasta ári. Öryggishvelfingar á borð við þessa er einnig að finna í Luxemborg og Singapore en hvelfingin í Genf er sú langstærsta af þeim. Hún er 10.000 fermetrar að stærð eða á við hálfa Kringluna. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í rammgerðri hvelfingu í borginni Genf í Sviss er að finna eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi en verkin í því munu aldrei koma fyrir augu almennings. Um er að ræða öryggishvelfingu í ómerktri byggingu en þar geyma efnaðir einstaklingar listaverk sem þeir hafa keypt sem fjárfestingar. Talið er að listaverkin í hvelfingunni séu tuga ef ekki hundraða milljarða króna virði. Í umfjöllun í Jyllands Posten um málið segir að m.a. sé talið að um 300 listaverk eftir Picasso séu í hvelfingunni. Fjöldi þeirra tilheyrir Nahmad fjölskyldunni sem eru Gyðingar frá Líbanon búsettir í Mónakó. Haft hefur verið eftir einum af meðlimum fjölskyldunnar að kaup á Monet eða Picasso sé eins og að kaupa hluti í Microsoft eða Coca Cola. Í kjölfar kreppunnar hefur áhugi á að kaupa listaverk sem fjárfestingar aukist gífurlega. Áætlað er að slík kaup hafi numið tæplega 50 milljörðum evra eða vel yfir 8.000 milljörðum króna á síðasta ári. Öryggishvelfingar á borð við þessa er einnig að finna í Luxemborg og Singapore en hvelfingin í Genf er sú langstærsta af þeim. Hún er 10.000 fermetrar að stærð eða á við hálfa Kringluna.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira