Ótrúlegur sigur Skallagríms | Úrslit kvöldsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2013 21:08 Páll Axel og félagar gerðu góða ferð til Þorlákshafnar í kvöld. Mynd/Vilhelm Nýliðar Skallagríms unnu óvæntan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík, Keflavík og KR unnu örugga sigra í sínum leikjum. Tíu stigum munaði á Þór og Skallagrími í deildinni fyrir leikinn og flestir sem hefðu tippað á heimasigur Þórsara. Lítið benti til annars framan af leik. Þórsarar, sem léku til úrslita við Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, höfðu tólf stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en þá sögðu gestirnir stopp. Borgnesingar minnkuðu muninn í níu stig fyrir hlé og í tvö stig fyrir lok þriðja leikhluta. Staðan var 72-72 þegar mínúta lifði leiks en gestirnir skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu sigur 76-72. Haminn Quaintance var stórkostlegur í liði gestanna með 17 stig og 19 fráköst. Carlos Medlock átti einnig fínan leik með 22 stig. David Jackson var stigahæstur Þórsara með 24 stig auk þess að taka tíu fráköst. Þór hefur 16 stig líkt og Stjarnan í öðru sæti deildarinnar. Skallagrímur hefur 8 stig í 7.-9. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík og Fjölni. Öruggt hjá ÍslandsmeisturunumGrindavík vann nokkuð öruggan heimasigur á Tindastóli 89-74. Íslandsmeistararnir höfðu fimmtán stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og sá var munurinn ennþá þegar lokaflautan gall. Sammy Zeglinski skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig en á hæla honum kom Aaron Broussard með 18 stig og þrettán fráköst. Hjá gestunum var George Valentine stigahæstur með 20 stig og tók auk þess 14 fráköst. Þröstur Leó Jóhannsson kom næstur með 15 stig og 10 fráköst. Grindavík situr eitt liða í toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. Liðið hefur 18 stig en Stjarnan og Þór, sem tapaði gegn Skallagrími í kvöld, 16 stig. Stólarnir deila botnsætinu ásamt KFÍ með 4 stig. Kanalausir KR-ingar lögðu KFÍHelgi Már Magnússon, spiladni þjálfari KR.KR vann sautján stiga sigur á KFÍ í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddu í hálfleik 52-29. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur KR-inga með 24 stig en Kristófer Acox skoraði 21 og Martin Hermannsson 20. Hjá gestunum var Damier Pitts stigahæstur með 35 stig og Tyrone Bradshaw skoraði 22 stig. KR situr í 4.-5. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Snæfell. KFÍ deilir botnsæti deildarinnar ásamt Tindastóli með 4 stig. Craion með stóleik í sigri Keflavíkur í BreiðholtiStórleikur Eric Palm dugði ekki til hjá ÍR-ingum.Mynd/ValliKeflavík vann góðan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld. Lokatölurnar urðu 111-84 gestunum í vil. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðið leiddi með 19 stigum í hálfleik og hélt forystunni örugglega út leikinn. Michael Craion átti stórleik hjá gestunum. Bandaríkjamaðurinn skoraði 32 stig auk þess að taka 19 fráköst. Valur Valsson skoraði 16 stig auk þess að gefa átta stoðsendingar. Eric Palm var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig. Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með tólf stig en ÍR hefur sex stig í 10. sæti. Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Nýliðar Skallagríms unnu óvæntan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík, Keflavík og KR unnu örugga sigra í sínum leikjum. Tíu stigum munaði á Þór og Skallagrími í deildinni fyrir leikinn og flestir sem hefðu tippað á heimasigur Þórsara. Lítið benti til annars framan af leik. Þórsarar, sem léku til úrslita við Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, höfðu tólf stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en þá sögðu gestirnir stopp. Borgnesingar minnkuðu muninn í níu stig fyrir hlé og í tvö stig fyrir lok þriðja leikhluta. Staðan var 72-72 þegar mínúta lifði leiks en gestirnir skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu sigur 76-72. Haminn Quaintance var stórkostlegur í liði gestanna með 17 stig og 19 fráköst. Carlos Medlock átti einnig fínan leik með 22 stig. David Jackson var stigahæstur Þórsara með 24 stig auk þess að taka tíu fráköst. Þór hefur 16 stig líkt og Stjarnan í öðru sæti deildarinnar. Skallagrímur hefur 8 stig í 7.-9. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík og Fjölni. Öruggt hjá ÍslandsmeisturunumGrindavík vann nokkuð öruggan heimasigur á Tindastóli 89-74. Íslandsmeistararnir höfðu fimmtán stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og sá var munurinn ennþá þegar lokaflautan gall. Sammy Zeglinski skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig en á hæla honum kom Aaron Broussard með 18 stig og þrettán fráköst. Hjá gestunum var George Valentine stigahæstur með 20 stig og tók auk þess 14 fráköst. Þröstur Leó Jóhannsson kom næstur með 15 stig og 10 fráköst. Grindavík situr eitt liða í toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. Liðið hefur 18 stig en Stjarnan og Þór, sem tapaði gegn Skallagrími í kvöld, 16 stig. Stólarnir deila botnsætinu ásamt KFÍ með 4 stig. Kanalausir KR-ingar lögðu KFÍHelgi Már Magnússon, spiladni þjálfari KR.KR vann sautján stiga sigur á KFÍ í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddu í hálfleik 52-29. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur KR-inga með 24 stig en Kristófer Acox skoraði 21 og Martin Hermannsson 20. Hjá gestunum var Damier Pitts stigahæstur með 35 stig og Tyrone Bradshaw skoraði 22 stig. KR situr í 4.-5. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Snæfell. KFÍ deilir botnsæti deildarinnar ásamt Tindastóli með 4 stig. Craion með stóleik í sigri Keflavíkur í BreiðholtiStórleikur Eric Palm dugði ekki til hjá ÍR-ingum.Mynd/ValliKeflavík vann góðan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld. Lokatölurnar urðu 111-84 gestunum í vil. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðið leiddi með 19 stigum í hálfleik og hélt forystunni örugglega út leikinn. Michael Craion átti stórleik hjá gestunum. Bandaríkjamaðurinn skoraði 32 stig auk þess að taka 19 fráköst. Valur Valsson skoraði 16 stig auk þess að gefa átta stoðsendingar. Eric Palm var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig. Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með tólf stig en ÍR hefur sex stig í 10. sæti.
Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira