NBA: Clippers vann Lakers í uppgjöri Los Angeles liðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 11:15 Chris Paul og Kobe Bryant. Mynd/AP Fullt af leikjum fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers vann Lakers í baráttunni um LA, Chicago Bulls vann Miami Heat, Joe Johnson (Brokklyn Nets) og Kyrie Irving (Cleveland Cavaliers) skoruðu báðir sigurkörfur í blálokin og bæði Oklahoma City Thunder og Boston Celtics unnu örugga heimasigra eftir sár töp í leikjunum á undan.Chris Paul var með 30 stig og 13 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 107-102 sigur á Los Angeles Lakers. Blake Griffin var með 24 stig fyrir Clippers-liðið sem var yfir allan leikinn. Kobe Bryant skoraði 38 stig fyrir Lakers og Dwight Howard var með 21 stig og 15 fráköst en Lakers er nú búið að tapa tvisvar fyrir Clippers á þessu tímabili. Þetta var jafnframt þriðja tap Lakers í síðustu fjórum leikjum.Carlos Boozer skoraði 27 stig fyrir Chicago Bulls vann Miami Heat 96-89 á útivelli en Bulls-liðið vann fráköstin 48-28 og tók meðal annars 19 sóknarfráköst í þessum leik. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Miami og hefur skorað 25 stig eða meira í átta leikjum í röð.Joe Johnson skoraði sigurkörfu Brooklyn Nets á móti Washington Wizards þegar aðeins 0,7 sekúndur voru eftir af framlengingu en Nets-liðið vann leikinn 115-113. Johnson skoraði 18 stig í leiknum en Brook Lopez var atkvæðamestur með 27 stig og 13 fráköst og Deron Williams skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 24 stig fyrir Washington og Jordan Crawford bætti við 23 stigum.Russell Westbrook skoraði 27 stig og Kevin Durant var með 26 stig í 109-85 heimasigri Oklahoma City Thunder á Philadelphia 76ers. Oklahoma City hitti úr 8 af fyrstu 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og var aldrei í vandræðum eftir það. Serge Ibaka var með 15 stig og 10 fráköst og Kevin Martin skoraði 16 stig. Nick Young var stigahæstur hjá Philadelphia með 21 stig en Jrue Holiday var með 15 stig og 9 stoðsendingar.Kyrie Irving skoraði 33 stig og sigurkörfuna einni sekúndu fyrir leikslok þegar Cleveland Cavaliers vann 106-104 útisigur á Charlotte Bobcats. Irving skoraði 14 af síðustu 16 stigum Cleveland í leiknum. Tristan Thompson var með 19 stig fyrir Cavaliers og C.J. Miles skoraði 18 stig en Ben Gordon var stigahæstur hjá Charlotte Bobcats með 27 stig.Kevin Garnett og Rajon Rondo skoruðu báðir 18 stig þegar Boston Celtics vann 94-75 heimasigur á Indiana Pacers en Garnett var rekinn út úr húsi fyrir gróft brot í fjórða leikhluta. Boston var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn. Tyler Hansbrough skoraði mest fyrir Indiana eða 19 stig.James Harden skoraði 29 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 4 boltum þegar Houston Rockets vann 115-101 útisigur á Milwaukee Bucks en þetta var tíundi sigur Houston-liðsins í síðustu þrettán leikjum.DeMarcus Cousins var með 31 stig og 20 fráköst fyrir Sacramento Kings þegar liðið vann Toronto Raptors 105-96 á útivelli.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Sacramento Kings 96-105 Washington Wizards - Brooklyn Nets 113-115 (framlenging) Charlotte Bobcats - Cleveland Cavaliers 104-106 Detroit Pistons - Atlanta Hawks 85-84 Miami Heat - Chicago Bulls 89-96 Boston Celtics - Indiana Pacers 94-75 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 84-86 Oklahoma City Thunder - Philadelphia 76Ers 109-85 Milwaukee Bucks - Houston Rockets 101-115 Phoenix Suns - Utah Jazz 80-87 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 107-102 NBA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Fullt af leikjum fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers vann Lakers í baráttunni um LA, Chicago Bulls vann Miami Heat, Joe Johnson (Brokklyn Nets) og Kyrie Irving (Cleveland Cavaliers) skoruðu báðir sigurkörfur í blálokin og bæði Oklahoma City Thunder og Boston Celtics unnu örugga heimasigra eftir sár töp í leikjunum á undan.Chris Paul var með 30 stig og 13 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 107-102 sigur á Los Angeles Lakers. Blake Griffin var með 24 stig fyrir Clippers-liðið sem var yfir allan leikinn. Kobe Bryant skoraði 38 stig fyrir Lakers og Dwight Howard var með 21 stig og 15 fráköst en Lakers er nú búið að tapa tvisvar fyrir Clippers á þessu tímabili. Þetta var jafnframt þriðja tap Lakers í síðustu fjórum leikjum.Carlos Boozer skoraði 27 stig fyrir Chicago Bulls vann Miami Heat 96-89 á útivelli en Bulls-liðið vann fráköstin 48-28 og tók meðal annars 19 sóknarfráköst í þessum leik. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Miami og hefur skorað 25 stig eða meira í átta leikjum í röð.Joe Johnson skoraði sigurkörfu Brooklyn Nets á móti Washington Wizards þegar aðeins 0,7 sekúndur voru eftir af framlengingu en Nets-liðið vann leikinn 115-113. Johnson skoraði 18 stig í leiknum en Brook Lopez var atkvæðamestur með 27 stig og 13 fráköst og Deron Williams skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 24 stig fyrir Washington og Jordan Crawford bætti við 23 stigum.Russell Westbrook skoraði 27 stig og Kevin Durant var með 26 stig í 109-85 heimasigri Oklahoma City Thunder á Philadelphia 76ers. Oklahoma City hitti úr 8 af fyrstu 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og var aldrei í vandræðum eftir það. Serge Ibaka var með 15 stig og 10 fráköst og Kevin Martin skoraði 16 stig. Nick Young var stigahæstur hjá Philadelphia með 21 stig en Jrue Holiday var með 15 stig og 9 stoðsendingar.Kyrie Irving skoraði 33 stig og sigurkörfuna einni sekúndu fyrir leikslok þegar Cleveland Cavaliers vann 106-104 útisigur á Charlotte Bobcats. Irving skoraði 14 af síðustu 16 stigum Cleveland í leiknum. Tristan Thompson var með 19 stig fyrir Cavaliers og C.J. Miles skoraði 18 stig en Ben Gordon var stigahæstur hjá Charlotte Bobcats með 27 stig.Kevin Garnett og Rajon Rondo skoruðu báðir 18 stig þegar Boston Celtics vann 94-75 heimasigur á Indiana Pacers en Garnett var rekinn út úr húsi fyrir gróft brot í fjórða leikhluta. Boston var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn. Tyler Hansbrough skoraði mest fyrir Indiana eða 19 stig.James Harden skoraði 29 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 4 boltum þegar Houston Rockets vann 115-101 útisigur á Milwaukee Bucks en þetta var tíundi sigur Houston-liðsins í síðustu þrettán leikjum.DeMarcus Cousins var með 31 stig og 20 fráköst fyrir Sacramento Kings þegar liðið vann Toronto Raptors 105-96 á útivelli.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Sacramento Kings 96-105 Washington Wizards - Brooklyn Nets 113-115 (framlenging) Charlotte Bobcats - Cleveland Cavaliers 104-106 Detroit Pistons - Atlanta Hawks 85-84 Miami Heat - Chicago Bulls 89-96 Boston Celtics - Indiana Pacers 94-75 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 84-86 Oklahoma City Thunder - Philadelphia 76Ers 109-85 Milwaukee Bucks - Houston Rockets 101-115 Phoenix Suns - Utah Jazz 80-87 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 107-102
NBA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira